Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

05. júlí 2019

UMFÍ styrkir ungt fólk um 2,2 milljónir króna

UMFÍ greiddi í vikunni styrki upp á 2,2 milljónir króna til 44 ungmenna sem sótt höfðu um styrki úr sjóði UMFÍ vegna dvalar í lýðháskóla í Danmörku. Markmiðið með styrkveitingunni er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn og styrkjast í gegnum óformlegt nám.

03. júlí 2019

Skráning hafin á Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði

Skráning er hafin á Unglingalandsmót UMFÍ. Þjóðin þekkir auðvitað Unglingalandsmót UMFÍ enda er þetta frábær vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er á hverju ári um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmótið er að þessu sinni fram á Höfn í Hornafirði dagana 1.-4. ágúst.

02. júlí 2019

Úrslit á Landsmóti UMFÍ 50+

Úrslit hafa verið birt í langflestum greinum sem keppt var í á Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað um helgina. Öll úrslit má sjá á vef UMFÍ.

30. júní 2019

Hafði ekki tíma til fá gullverðlaunin

Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, afhenti í gær Markúsi Ívarssyni gullverðlaun fyrir fyrsta sætið í sínum flokki í hástökki á Landsmóti UMFÍ 50+. Verðlaunin átti að afhenda Markúsi síðdegis á föstudag. Hann hafði engan tíma til að taka við þeim þar sem lið hans í ringó var í þann mund að hefja leik.

30. júní 2019

Grátt í fjöllum í Norðfirði

„Grái fjallahringurinn myndar afskaplega fallega umgjörð. Þetta er góður dagur svo lengi sem hann blæs ekki,“ segir íþróttakennarinn Flemming Jessen þar sem hann stendur á Grænanesvelli, golfvellinum í Neskaupstað á meðal fjölda þátttakenda í pútti á Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað.

30. júní 2019

Landsmóti UMFÍ 50+ lokið í Neskaupstað

Landsmóti UMFÍ 50+ lauk í Neskaupstað um tvöleytið í dag með klassísku stígvélakasti. Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, segir marga þátttakendur á mótinu hafa kynnst nýjum íþróttagreinum á mótinu sem það langi til að æfa. Það skili sér í virkni og aukinni hreyfingu fólks.

29. júní 2019

Crossnet spilað í fyrsta sinn á Íslandi

„Crossnet er eins og blak spilað á litlu neti í kross með fjóra velli þar sem einn leikmaður er á hverjum. Það er spilað með blakbolta og blaksnertingum,“ segir Sigríður Þrúða Þórarinsdóttir, blakspilari í Neskaupstað. Greinin verður kynnt í fyrsta sinn á Landsmóti UMFÍ 50+ í dag.

29. júní 2019

Vill gera hlutverk sjálfboðaliða eftirsóknarvert

„Við eigum marga og góða sjálfboðaliða hjá UMFÍ, trygga og trúa ungmennafélaga sem lyfta starfinu upp. Sjálfboðaliði leggur ótrúlega mikið af mörkum til að bæta heiminn. Sjálfboðaliði hugsar ekki um sig. Hann hugsar um aðra,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ.

29. júní 2019

Íþróttahetja dæmir í kúluvarpi

Íþróttahetjan Hreinn Halldórsson er einn af dómurunum á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer í Neskaupstað um helgina. Á föstudag dæmdi hann í kúluvarpi en fleiri kastgreinum á laugardag. Frjálsar íþróttir eru með vinsælustu greinunum á mótinu og keppendur margir.