Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

31. janúar 2020

Stefnir í frábært Landsmót UMFÍ 50+ í Borgarnesi

„Allir geta treyst því að þetta verður skemmtilegt mót,“ segir Bragi Þór Svavarsson, sambandsstjóri UMSB. Hann skrifaði í dag undir samning um Landsmót UMFÍ 50+ sem verður í Borgarnesi í júní með þeim Hauki Valtýssyni, formanni UMFÍ, og Lilju Björg Ágústsdóttur, settum sveitarstjóra í Borgarbyggð.

28. janúar 2020

Ásmundur Einar kynnir sér starfsemi UMFÍ

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kom í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ í Sigtúni í Reykjavík í hádeginu í dag. Þar fékk hann kynningu á starfi, helstu verkefnum og áherslum UMFÍ. Ásmundur fór jafnframt yfir áherslur ráðuneytisins sem varða börn og ungmenni.

27. janúar 2020

Hádegisfundur - aukin þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna

Opinn hádegisfundur um aukna þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna fer fram nk. miðvikudag kl. 12:10 - 13:00 í E- sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.

24. janúar 2020

Skemmtisólarhringur Ungmennaráðs UMFÍ

Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir svokölluðum Skemmtisólarhring fyrir ungmenni á aldrinum 16 - 25 ára dagana 7. - 8. febrúar nk.

21. janúar 2020

Fullt á ráðstefnuna Jafnrétti barna og unglinga í íþróttum

Fullt er á ráðstefnuna Jafnrétti barna og unglinga í íþróttum sem haldin er á Reykjavíkurleikunum. Svo mikill áhugi reyndist á henni að lokað var fyrir skráningu í dag. Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 23. janúar í Laugardagshöll. UMFÍ stendur að ráðstefnunni með ÍBR, ÍSÍ og Háskólanum í Reykjavík.

20. janúar 2020

Veiga Grétarsdóttir: Líf mitt sem kona er rétt að byrja

Íþrótta- og ungmennafélög standa frammi fyrir ýmiss konar áskorunum til að gera iðkendum sínum kleift að njóta þess að stunda íþróttir. Veiga Grétarsdóttir, formaður Siglingaklúbbsins Sæfara á Ísafirði, ræðir hér um kynleiðréttingarferlið og hvernig það er að fara úr karlaklefanum í kvennaklefann.

17. janúar 2020

Ungmennabúðir UMFÍ fagna 15 ára afmæli

Ungmennabúðir UMFÍ fagna 15 ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins opna Ungmennabúðirnar dyr sínar fyrir gestum og gangandi sem vilja kynna sér starfið á Laugarvatni. Skemmtileg dagskrá verður fyrir alla fjölskylduna frá klukkan 13:00 – 18:00 á Laugarvatni,

16. janúar 2020

Verndum þau

Námskeið fyrir starfsfólk íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar um barnavernd fer fram 22. janúar nk.

16. janúar 2020

Sigmar er verkefnastjóri Íþróttaveislu UMFÍ

„Þetta verður heljarinnar veisla!“ segir Sigmar Sigurðarson, sem nýverið var ráðinn í starf verkefnastjóra Íþróttaveislu UMFÍ á skrifstofu Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK). Sigmar starfaði áður sem markaðs- og viðburðastjóri hjá íþróttafélaginu Breiðabliki í Kópavogi.