Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

18. nóvember 2019

Íþróttir styrkja vinatengsl

Hvað veldur því að börn vilja halda áfram í íþróttum? Þetta skoðaði Benjamín Freyr Oddsson í lokaverkefni sínu í meistaranámi í íþróttasálfræði. Það kom honum á óvart að börnum finnst gott að stunda íþróttir til að sleppa við truflandi áhrif af símum og raftækjum.

15. nóvember 2019

Nemendur FS heimsækja UMFÍ

Nemendur á íþrótta- og lýðheilsubraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) kíktu í heimsókn ásamt kennara skólans í þjónustumiðstöð UMFÍ á dögunum. Þar fræddi Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, þau um verkefni UMFÍ og allt það sem framundan er á næsta ári.

12. nóvember 2019

Skóflustunga tekin að nýju íþróttahúsi á Framsvæðinu

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og hópur ungra iðkenda í Fram tóku skóflustungu að nýrri íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal í dag. Viðstaddir voru auk borgarstjóra og Framaranna ungu forsvarsmenn Fram, þar á meðal Sigurður Ingi Tómasson, formaður Fram, sem hélt stutta tölu um framkvæmdirnar ásamt Degi.

08. nóvember 2019

Steini Marinós kominn aftur til UMSE

Þorsteinn Marinósson hefur snúið aftur í Eyjafjörðinn í stöðu framkvæmdastjóra Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE). Ásdís Sigurðardóttir, sem gegnt hefur starfinu síðastliðin tvö ár, hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum. Þorsteinn tekur við starfinu 15. nóvember næstkomandi.

08. nóvember 2019

Alþjóðlegur dagur gegn einelti í dag

Alþjóðlegur dagur gegn einelti er í dag, föstudaginn 8. nóvember. Þetta er níunda árið sem dagurinn er helgaður baráttunni gegn einelti. UMFÍ leggur sitt af mörkum til að bæta samfélagið með jákvæðum samskiptum með allskonar hætti og gerðist aðili að Þjóðarsáttmála gegn einelti árið 2011.

08. nóvember 2019

Vanda hlaut Hvatningarverðlaun Dags gegn einelti

Vanda Sigurgeirsdóttir hlaut í dag hvatningarverðlaun Dags gegn einelti. Hún sagði að þegar hún heyrði orðið einelti í fyrsta sinn þá hafi hún verið 24 ára og fengið tár í augun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarráðherra, afhenti Vöndu verðlaunin.

07. nóvember 2019

Vissuð þið af breyttum íþróttalögum

UMFÍ vekur athygli stjórnar og forsvarsmanna íþrótta- og ungmennafélaga á að íþróttalögum var breytt í vor í tengslum við lög um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Ákvæði í lögunum nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri.

07. nóvember 2019

Bjarki er nýr framkvæmdastjóri HSV

„Ég er mjög spenntur, lýst vel á starfið. Námið mun nýtast mér mjög vel,“ segir Bjarki Stefánsson. Hann hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga (HSV), sambandsaðila UMFÍ.

05. nóvember 2019

Forvarnastarf UMFÍ fer aldrei í frí

Forvarnaverkefni UMFÍ er alltumlykjandi og stöðugt verkefni, að mati Erlu Gunnlaugsdóttur. Erla segir Unglingalandsmót UMFÍ mjög góða birtingarmynd af forvarnastarfi UMFÍ. Þar sé leiðarljósið samvera fjölskyldunnar á heilbrigðum forsendum.