Allar fréttir
31. október 2019
UMFÍ býður til Íþróttaveislu í Kópavogi
„Íþróttaveislan í Kópavogi er framlag UMFÍ og allra þeirra sem að henni standa til að efla lýðheilsu í landinu. Það er stöðug vinna,‟ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Hann skrifaði í dag undir samstarfssamning við Kópavogsbæ og UMSK um Íþróttaveislu UMFÍ sem haldin verður í Kópavogi árið 2020.
22. október 2019
Lét drauminn rætast og stofnaði fimleikafélag
Telma Ýr Snorradóttir stofnaði Fimleikafélag Vestfjarða á Patreksfirði fyrir ári síðan. Hún flutti nýverið til Tálknafjarðar og sinnir þjálfun líka í Bíldudal. Telma segir frábært að hafa tækifæri til að gera það sem maður nýtur að gera.
21. október 2019
Gott samstarf skilar sér í glæsilegu dansmóti UMSK
„Þetta var rosalega gott mót,“ segir Ellen Dröfn Björnsdóttir, formaður Dansíþróttafélags Kópavogs. Félagið sá um Opna dansmót UMSK ásamt Dansdeild HK í Smáranum í Kópavogi í gær, sunnudaginn 20. október. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 2014.
14. október 2019
Vill aukið samstarf íþróttahreyfingar og stjórnvalda
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, vill aukið samstarf með UMFÍ með það markmið í huga að gera íþróttir- og æskulýðsstarf hluta af uppeldisstofnunum samfélagsins. Ásmundur hélt magnað ávarp við setningu sambandsþings UMFÍ þar sem hann jós verkefni UMFÍ lofi.
14. október 2019
Gummi í Fjölni fékk próteinstöng
Guðmundur L. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis, var valinn matmaður UMFÍ á 51. sambandsþingi UMFÍ sem haldið var að Laugarbakka í Miðfirði um helgina. Hefð er verið fyrir því í 40 ár að velja matmanninn. Verðlaunagripur sem Guðmundur átti að fá gleymdist og fékk hann DVD-disk og próteinstöng.
13. október 2019
Elísabet, Gissur og Hallbera ný í stjórn UMFÍ
Haukur Valtýsson var sjálfkjörinn formaður UMFÍ á sambandsþingi UMFÍ í dag og aðalstjórn sömuleiðis. Þau Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir frá UDN, Gissur Jónsson frá HSK og Hallbera Eiríksdóttir frá UMSB koma ný inn í varastjórn.
12. október 2019
Hlutu Hvatningarverðlaun UMFÍ 2019
Þrír sambandsaðilar UMFÍ voru á sambandsþingi UMFÍ heiðraðir með Hvatningarverðlaunum UMFÍ fyrir gott starf. Formenn félaganna tóku við verðlaununum fyrir hönd sambandsaðilanna.
12. október 2019
Helga sæmd heiðurskrossi UMFÍ
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, fyrrverandi formaður UMFÍ, var á sambandsþingi UMFÍ 2019 í gær sæmd heiðurskrossi ungmennafélagshreyfingarinnar. Hún var jafnframt gerð að heiðursfélaga UMFÍ.
12. október 2019
Hrönn og Örn sæmd gullmerki UMFÍ
Örn Guðnason og Hrönn Jónsdóttir voru sæmd gullmerki UMFÍ á sambandsþingi UMFÍ. Þau sitja bæði í stjórn UMFÍ en gefa ekki kost á sér áfram. Hrönn er 33 ára og á meðal yngstu ungmennafélaga sem hlotið hafa gullmerki UMFÍ.