Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

07. júní 2019

Lýðheilsuvísarnir: Höldum áfram að gera það sem virkar

„Það eru engir töfrar. Við þurfum að gera það sem við vitum að virkar og halda því áfram,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, um nýjustu lýðheilsuvísa Embættis landlæknis.

07. júní 2019

Börn á Ísafirði fengu verðlaun í Hreyfivikunni

„Krökkunum fannst þessi grunnskólakeppni alveg rosalega skemmtileg. Hún hefur svo jákvæð áhrif enda mikið um hreyfingu,“ segir Guðný Stefanía Stefánsdóttir. Nemendur grunnskólans á Ísafirði stóðu sig best í nýrri keppni og hlutu peningaverðlaun frá Kristal.

05. júní 2019

Jóhanna segir ferð með UMFÍ bæta tengslin innan hreyfingarinnar

„Mér fannst þetta alveg æðisleg ferð. Þarna tengdist ég öðrum í ungmennafélagshreyfingunni miklu betur en áður og fékk margar góðar hugmyndir,“ segir Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ á Höfn í Hornafirði. Hún fór í vinnuferð til Kaupmannahafnar með fjölda fulltrúa UMFÍ og fleiri.

05. júní 2019

Jens Garðar verður veislustjóri á kvöldstund á Landsmóti UMFÍ 50+

Dagskráin er alltaf að verða betri á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer í Neskaupstað dagana 28. - 30. júní. Eftir frábæran laugardag þar sem íþróttir verða í aðalhlutverki verður boðið upp á skemmtilega kvöldstund með mat og gleði allskonar. Veislustjóri verður enginn annar en Jens Garðar Helgason.

31. maí 2019

Líf og fjör í Heilsuleikskólanum Kór í Hreyfiviku UMFÍ

„Við förum alltaf í göngutúr á hverjum degi með börnin. Við förum í leiki, poppum yfir eldi og skoðum hestana með foreldrunum,“ segir Bergrún Stefánsdóttir, íþróttafræðingur í Heilsuleikskólanum Kór í Kópavogi. Nóg er um að vera í leikskólanum í Hreyfiviku UMFÍ.

31. maí 2019

Helgi Gunnarsson lætur af störfum

Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri UMFÍ, lætur formlega af störfum í dag en hann fagnar 67 ára aldri í ágúst. Í tilefni dagsins bauð samstarfsfólk Helga upp á kaffi og kruðerí í þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík.

29. maí 2019

Mikilvægt að taka sjálfur þátt í Hreyfiviku UMFÍ

„Ég hef verið að hita upp fyrir sundkeppni sveitarfélaga og koma okkur í gírinn. Sundkeppnin hreyfir við mörgum ef ég tek þátt í henni sjálfur og dreg aðra með,“ segir Þórhallur J. Svavarsson. Hann hefur í gegnum árin verið aðaldriffjöðurin á Hellu í sundkeppni sveitarfélaganna í Hreyfiviku UMFÍ.

29. maí 2019

Starfsmenn Lyfju gera þrekæfingar á vaktinni

„Þetta leggst mjög vel í mannsskapinn. Okkur öllum finnst hreyfing góð. Það er gott að taka svolítið á því og hreyfa sig í Hreyfiviku UMFÍ. Það er hvatning til starfsmanna sem vinna langan dag og eflir starfsandann,“ segir Þorsteinn Hjörtur Bjarnason, aðstoðarlyfjafræðingur í Lyfju við Smáratorg.

28. maí 2019

Staða samskiptaráðgjafa orðið að veruleika

Frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um starf samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er orðið að lögum. Í ákvæði til bráðabirgða með lögunum segir að ráðherra sé nú heimilt að útvista starfinu til þriðja aðila, auglýsa það og ráða í starfið til fimm ára í senn.