Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

30. júní 2019

Landsmóti UMFÍ 50+ lokið í Neskaupstað

Landsmóti UMFÍ 50+ lauk í Neskaupstað um tvöleytið í dag með klassísku stígvélakasti. Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, segir marga þátttakendur á mótinu hafa kynnst nýjum íþróttagreinum á mótinu sem það langi til að æfa. Það skili sér í virkni og aukinni hreyfingu fólks.

29. júní 2019

Crossnet spilað í fyrsta sinn á Íslandi

„Crossnet er eins og blak spilað á litlu neti í kross með fjóra velli þar sem einn leikmaður er á hverjum. Það er spilað með blakbolta og blaksnertingum,“ segir Sigríður Þrúða Þórarinsdóttir, blakspilari í Neskaupstað. Greinin verður kynnt í fyrsta sinn á Landsmóti UMFÍ 50+ í dag.

29. júní 2019

Vill gera hlutverk sjálfboðaliða eftirsóknarvert

„Við eigum marga og góða sjálfboðaliða hjá UMFÍ, trygga og trúa ungmennafélaga sem lyfta starfinu upp. Sjálfboðaliði leggur ótrúlega mikið af mörkum til að bæta heiminn. Sjálfboðaliði hugsar ekki um sig. Hann hugsar um aðra,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ.

29. júní 2019

Íþróttahetja dæmir í kúluvarpi

Íþróttahetjan Hreinn Halldórsson er einn af dómurunum á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer í Neskaupstað um helgina. Á föstudag dæmdi hann í kúluvarpi en fleiri kastgreinum á laugardag. Frjálsar íþróttir eru með vinsælustu greinunum á mótinu og keppendur margir.

29. júní 2019

Lét ekki handleggsbrot stöðva sig í kastgreinum

„Það þýðir ekkert annað en að vera jákvæður og taka þátt. Veðrið er líka búið að vera svo gott að maður getur ekki látið handleggsbrot trufla sig,“ segir Harpa Hlín Jónsdóttir frá Ólafsfirði. Harpa brotnaði á hægri handlegg og er rétthent og þurfti því að nota vinstri hendina í kastgreinum.

29. júní 2019

Sigrún sigraði í pönnukökubakstri

Sigrún Steinsdóttir frá Dölum í Fáskrúðsfirði fór í dag með sigur af hólmi í keppni í pönnukökubakstri á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer í Neskaupstað um helgina. Þar með velti hún Ingibjörgu Helgu Guðmundsdóttur frá Selfossi úr sessi.

28. júní 2019

Besta veðrið á Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað

„Þetta er  besta veðrið hér, suðvestan, skínandi sól og léttur andvari. Þegar ég fór að hita upp fyrir keppni í sundlauginni áðan sýndi mælirinn 23 gráður,“ segir Jón Hlífar Aðalsteinsson, íbúi í Neskaupstað og þátttakandi á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer í Neskaupstað um helgina.

28. júní 2019

Lið Sparisjóðs Austfjarða fyrst til að falla úr keppni - ætla að snúa aftur

Lið Sparisjóðs Austurfjarða náði þeim vafasama áfanga að verða fyrsta liðið til að falla úr leik á Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið er í Neskaupstað um helgina. Liðið er ekki af baki dottið og sér fram á glæsta sigra síðar í boccia.

28. júní 2019

Gott að stinga sér í sjóinn

Allt er í boði á Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað. Keppnisstjórinn Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir bauð þátttakendum mótsins í dag að skella sér í sjósund um eittleytið í dag. Nokkrir þátttakendur þáðu boðið.