Allar fréttir
27. júní 2019
Fólk skráir sig í fleiri greinar en áður
Þátttakendur á Landsmóti UMFÍ 50+ og gestir þeirra eru farnir að streyma inn í Neskaupstað til að gera sig klára fyrir mótið. Framkvæmdastjóri mótsins segir fólk vera nú að skrá sig í fleiri greinar en það ætlaði í fyrstu að taka þátt í.
27. júní 2019
Niðurröðun í boccía liggur fyrir
Keppni hefst í boccía klukkan 09:00 í fyrramálið og er það fyrsta greinin sem keppt er í á Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað. Niðurröðun í boccía liggur nú fyrir.
25. júní 2019
Aldrei of seint að byrja að æfa
Hvaða ráðum lumar Pálína Margeirsdóttir á fyrir þá sem langar til að taka þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ en finnst það ekki í formi? „Að byrja að æfa, það er aldrei of seint!“ svarar hún og bætir við að mótið sé frábær staður til að hitta gömlu vinina og eignast nýja. Mótið fer fram í Neskaupstað.
24. júní 2019
Samdi vísu í tilefni af Landsmóti UMFÍ 50+
Philip Vogler, leiðsögumaður og þýðandi, setti saman skemmtilega draghendu í tilefni af því að Landsmót UMFÍ 50+ er haldið í Neskaupstað um næstu helgi, dagana 28. – 30. júní. Skráning er í fullum gangi. Lokað verður fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað lýkur þriðjudaginn 25. júní.
22. júní 2019
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ á Selfossi í ellefta sinn
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður dagana 23.-27. júní 2019. Skólinn er samstarf HSK og Frjálsíþróttasambands Ísland. Þetta er ellefta skiptið sem Frjálsíþróttaskólinn fer fram.
21. júní 2019
Gamlir vinir keppa saman á ný á Landsmóti UMFÍ 50+
Bóndinn og skrifstofustjórinn Ingveldur H. Ingibergsdóttir tók þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ í fyrsta sinn í Hveragerði árið 2017. Hún segir mótið vera flott. Hægt er að skrá sig á Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað til þriðjudagsins 25. júní.
19. júní 2019
Allir sem vilja geta keppt í frisbígolfi í Neskaupstað
Frisbígolf er ein af greinunum sem í boði eru á Landsmóti UMFÍ í Neskaupstað dagana 28. – 30. júní. Greinin er opin þátttakendum yngri en 50 ára. Þar eru 49 ára og yngri í einum flokki en 50 ára og eldri í öðrum.
19. júní 2019
Mótablaðið fyrir Landsmót UMFÍ 50+ á netinu
Hvað viltu vita um Landsmót UMFÍ 50+? Allar helstu upplýsingar um mótið er að finna í mótablaðinu. Þar er rætt við fólk um gleðina sem felst í því að halda mótið í Neskaupstað. Rætt er við keppnisstjórann Þorbjörgu, bæjarstjórann Karl Óttar, pönnukökumeistarann Svölu og marga fleiri.
17. júní 2019
Fjórar greinar í sundi á Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað
Finnst þér gaman í sundi? Keppt verður í stundi í Stefánslaug á Landsmóti UMFí 50+ í Neskaupstað laugardaginn 29. júní. Keppnin er bæði kynja- og aldursskipt frá 50 ára aldri og upp úr. Ertu búin/n að kynna þér hinar greinarnar sem eru í boði?