Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

26. nóvember 2018

Forseti Íslands verðlaunar Jóhönnu, Leó og Magnús

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti í gær verðlaun í myndakeppni Forvarnardagsins. Verðlaunin hlutu þau Jóhanna Inga Elfarsdóttir, Leó Einarsson og Magnús Bjarki Jónsson. Jóhanna er nemandi við Seljaskóla í Reykjavík, Leó er í Varmahlíðarskóla og Magnús í Háaleitisskóla.

23. nóvember 2018

Danir skoða íþróttaaðstöðu ungmennafélaga

Um 20 fulltrúar aðildarfélaga DGI Østjylland í Danmörku eru staddir hér á landi um þessar mundir og heimsóttu þeir þjónustumiðstöð UMFÍ í dag ásamt Gissuri Jónsson, framkvæmdastjóra Ungmennafélags Selfoss (Umf. Selfoss) og fleiri góðum gestum frá UMFS og HSK.

20. nóvember 2018

Gætið ykkar á svikapóstunum - mikilvægt að breyta verklagi

Í dag varð aðildarfélag UMFÍ fórnarlamb netsvikahrappa. Fórnarlambið sem vinnur hjá deild viðkomandi félags fékk tölvupóst sem leit út fyrir að vera frá framkvæmdastjóra félagsins með ósk um millifærslu. Viðkomandi millifærði upphæðina, um 700.000 krónur yfir á annan reikning.

16. nóvember 2018

Vill fá 50 ára og eldri í luftgítarkeppni í Neskaupstað

„Við erum mjög spennt fyrir mótinu,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar eftir að hann skrifaði fyrir hönd sveitarfélagsins undir samstarfssamning um að halda Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður í Neskaupstað í lok júní sumarið 2019.

14. nóvember 2018

UMFÍ varar á ný við svikapóstum þar sem óskað er eftir millifærslu

Nú er heldur betur farið að styttast í jólin og álagið farið að aukast hjá ungmenna- og íþróttafélögum. Netsvikahrappar nýta sér ástandið og eru þeir á ný byrjaðir að senda svikapósta sem eru látnir líta út sem þeir séu frá framkvæmdastjóra eða formanni félags sem viðkomandi starfar hjá.

14. nóvember 2018

Fulltrúar frá Evrópuráðinu kynna sér starfsemi UMFÍ

Sendifulltrúar frá Evrópuráðinu komu í heimsókn í Þjónustumiðstöð UMFÍ á þriðjudag ásamt Óskari Þór Ármannssyni, sérfræðingi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Tilgangur heimsóknarinnar var liður hópsins til að kynna sér skipulag íþróttamála á Íslandi, fræðast um starfi UMFÍ og verkefnin.

12. nóvember 2018

Ráðherra frá Eistlandi fræðist um UMFÍ

Indrek Saar, menntamálaráðherra Eistlands, fundaði með Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, í dag. Hún fræddi hann um UMFÍ og stöðu UMFÍ og ungmennafélaganna í íþróttalífi Íslendinga. Saar var sérstaklega áhugasamur um áskorarnir sem íþróttafélögin standa frammi fyrir á næstu árum.

08. nóvember 2018

Alþjóðlegur dagur gegn einelti

Alþjóðlegur dagur gegn einelti er í dag. Þetta er áttunda árið sem dagurinn er helgaður baráttunni gegn einelti. UMFÍ leggur sitt af mörkum til að bæta samfélagið með jákvæðum samskiptum.

07. nóvember 2018

Meiriháttar fræðslufundur UMSS í Miðgarði

Fræðslufundur Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) var haldinn í fyrsta sinn í Miðgarði í Varmahlíð í gærkvöldi. Fundargestir voru svo ánægðir að líklegt er að hann verði framvegis haldinn á hverju ári í formi Fræðsludags UMSS.