Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

31. maí 2019

Helgi Gunnarsson lætur af störfum

Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri UMFÍ, lætur formlega af störfum í dag en hann fagnar 67 ára aldri í ágúst. Í tilefni dagsins bauð samstarfsfólk Helga upp á kaffi og kruðerí í þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík.

29. maí 2019

Mikilvægt að taka sjálfur þátt í Hreyfiviku UMFÍ

„Ég hef verið að hita upp fyrir sundkeppni sveitarfélaga og koma okkur í gírinn. Sundkeppnin hreyfir við mörgum ef ég tek þátt í henni sjálfur og dreg aðra með,“ segir Þórhallur J. Svavarsson. Hann hefur í gegnum árin verið aðaldriffjöðurin á Hellu í sundkeppni sveitarfélaganna í Hreyfiviku UMFÍ.

29. maí 2019

Starfsmenn Lyfju gera þrekæfingar á vaktinni

„Þetta leggst mjög vel í mannsskapinn. Okkur öllum finnst hreyfing góð. Það er gott að taka svolítið á því og hreyfa sig í Hreyfiviku UMFÍ. Það er hvatning til starfsmanna sem vinna langan dag og eflir starfsandann,“ segir Þorsteinn Hjörtur Bjarnason, aðstoðarlyfjafræðingur í Lyfju við Smáratorg.

28. maí 2019

Staða samskiptaráðgjafa orðið að veruleika

Frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um starf samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er orðið að lögum. Í ákvæði til bráðabirgða með lögunum segir að ráðherra sé nú heimilt að útvista starfinu til þriðja aðila, auglýsa það og ráða í starfið til fimm ára í senn.

27. maí 2019

Allir eru með í Hreyfiviku UMFÍ

„Borgfirðingar taka alltaf þátt í Hreyfiviku UMFÍ. Við leggjum okkur líka fram um að bjóða öllum að vera með, bæði börnum og fullorðnum,“ segir Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar. Hreyfivika UMFÍ hefst í dag áttunda árið í röð.

23. maí 2019

Fundur um þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi

ÍSÍ og UMFÍ standa saman að opnum fundi þar sem rætt verður um það hvernig gengur að fjölga börnum og ungmennum af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Ragnheiður Sigurðardóttir segir gögn benda til að í þeim hópi séu færri börn. Á fundinum verður rætt um stöðu mála.

23. maí 2019

Mikilvægt að byggja brýr til að ná betur til erlends fólks

„Það er ekki nóg að þýða bæklinga á erlend tungumál. Við fengum til liðs við okkur pólska konu til að tala við fólk sem hefur flutt hingað frá Póllandi. Nú hefur iðkendum fjölgað í okkar deild,“ segja þær Þórey Guðný Marinósdóttir og Margrét Sigurvinsdóttir.

21. maí 2019

Soffía vill hækka framlög til Íþróttasjóðs

Soffía Ámundadóttir er önnur konan til að setjast í stól formanns íþróttanefndar ríkisins. Hún segir mikilvægt að setja kraft í umræðuna um kynjajafnrétti í íþróttum og vill auka fjárframlög til íþróttamála.

17. maí 2019

Opið fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað dagana 28.-30. júní. Á meðal greina sem boðið er upp á er boccía, sem nýtur gríðarlegra vinsælda, pönnukökubakstur sem enginn vill missa af og stígvélakast.