Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

14. mars 2018

Kósý ársþing í hávaðaroki og rafmagnsleysi

Ungmennafélagsandinn var í fyrirrúmi á 85. ársþingi Ungmennasambands Úlfljóts (USÚ) sem fram fór í Hofgarði í Öræfasveit á mánudag. Rafmagnið fór af, fulltrúar UMFÍ og ÍSÍ komust ekki austur vegna hávaðaroks og kom til tals að fá björgunarsveitina til að koma með kvöldmatinn.

12. mars 2018

Guðmundur er þriðji heiðursformaður HSK

Guðmundur Kr. Jónsson á Selfoss var kosinn heiðursformaður Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) á héraðsþingi HSK á laugardag. Á þinginu fengu þeir Árni Þorgilsson og Jón M. Ívarsson gullmerki UMFÍ. Starfsmerki hlutu Árni Þór Hilmarsson, Þorbjörg Vilhjálmsdóttir og Jóhanna Hjartardóttir.

12. mars 2018

Björn, Sigurlína og Skúli sæmd starfsmerki UMFÍ

Björn Hansen, Sigurlína Hrönn Einarsdóttir og Skúli V. Jónsson voru öll sæmd starfsmerki UMFÍ á fjölsóttu héraðsþingi Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS), sem fram fór á Sauðárkróki á laugardag. Á þinginu tók Ingibjörg Klara Helgadóttir við sem formaður UMSS af Arnúnu Höllu Arnórsdóttur.

10. mars 2018

Innsigla samning um Landsmótið á Sauðárkróki

Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri í Skagafirði, Haukur Valtýsson, formaður Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), og Arnrún Halla Arnórsdóttir, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) skrifuðu síðdegis á fimmtudag undir samning um Landsmótið, sem haldið verður á Sauðárkróki í sumar.

09. mars 2018

Ungmennafélag Kjalnesinga stofnaði leiklistarfélag fyrir ungmenni

Ungmennafélag Kjalnesinga (UMFK) fékk fimmtíu þúsund króna styrk úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ vegna stofnunar leiklistardeildar innan félagsins. Hægt er að sækja um styrki í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ til 1. apríl.

07. mars 2018

Björn Grétar: Mælir með því að ungt fólk sækist til áhrifa

Björn Grétar Baldursson er yngsti einstaklingurinn til að setjast í aðalstjórn UMFÍ í sögu hreyfingarinnar. Hann var kosinn í stjórnina á sambandsþingi UMFÍ 2015. Á sambandsþingi UMFÍ haustið 2017 gaf hann ekki kost á sér áfram. Björn sat í tvö ár í aðalstjórn UMFÍ og í níu ár í Ungmennaráði UMFÍ.

07. mars 2018

Sabína segir gott að sækja um styrki hjá Evrópu unga fólksins

„Þetta var áhugavert námskeið. Þar við lærðum að meta áhrif umsóknaskrifa, gæðin og áhrif verkefna sem við erum að vinna við hverju sinni og sækjum um styrki fyrir í gegnum Evrópu unga fólksins,“ segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ. Hún mælir með styrkjum Evrópu unga fólksins.

05. mars 2018

Júgóslavneskur blakari er með blakbúðir á Húsavík

Júgóslavneski blakarinn Vladimir Vanja Grbic verður með blakbúðir á Húsavík helgina 23. – 25. mars. Blakbúðirnar eru samstarfsverkefni blakdeildar Völsungs (Blakdeild Völsungs), BLÍ - Blaksamband Íslands og Special Olympics á Íslandi (Íþróttasamband fatlaðra).

02. mars 2018

Gunnar Gunnarsson nýr framkvæmdastjóri UÍA

Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) hefur gengið frá ráðningu Gunnars Gunnarssonar sem nýs framkvæmdastjóra sambandsins. Hann tekur við starfinu af Ester S. Sigurðardóttur sem er nýr rekstraraðili Löngubúðar á Djúpavogi.