Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

20. febrúar 2023

Þrír sækja um að halda Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2024

Þrír sambandsaðilar UMFÍ sóttu um að halda Landsmót UMFÍ 50+ árið 2024. Þetta eru Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK), Ungmennafélagið Þróttur Vogum og Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH). Mótið var haldið síðast í Borgarnesi og fer næst fram í júní í Stykkishólmi.

16. febrúar 2023

Sjálfboðaliðar heiðraðir á aðalfundi Keflavíkur

Kára Gunnlaugssyni var veitt gullheiðursmerki á aðalfundi Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags sem fram fór í gærkvöldi. Hann er einn af stofnendum félagsins og er að hætta í stjórn eftir um 30 ár. Fjórir sjálfboðaliðar fengu starfsmerki UMFÍ, einn hlaut starfsbikar og annar silfurheiðursmerki.

16. febrúar 2023

Skemmtisólarhringur

Ert þú á aldrinum 18 - 25 ára? Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir svokölluðum Skemmtisólarhring með hellings hópefli og stuði dagana 3. - 4. mars nk.

09. febrúar 2023

Hvar verður Landsmót UMFÍ 50 sumarið 2024?

Landsmót UMFí 50+ er brakandi hresst mót fyrir fólk yfir miðjum aldri. En auðvitað er líka hægt að hafa opið fyrir þátttakendur á öllum aldri. En nú er farið að styttast í að sækja um að halda mótið. Frestur er til morgundags að smella í umsókn.

07. febrúar 2023

Æskulýðsvettvangurinn býður upp á hinseginfræðslu

Æskulýðsvettvangurinn stendur fyrir hinseginfræðslu miðvikudaginn 8. febrúar. Þetta er mikilvægt námskeið fyrir fólk í íþrótta- og æskulýðsstarfi og er fræðsla í hinsegin málum grundvöllur til þess að draga úr fordómum og mismunum.

06. febrúar 2023

Málþing um keppnisíþróttir fólks með þroskahamlanir

Íþróttasamband fatlaðra, Special Olympics og Háskólinn í Reykjavík efna til málþings um keppnisíþróttir einstaklinga með þroskahamlanir og einhverfu. Málþingið verður laugardaginn 18. febrúar í Háskólanum í Reykjavík og er það opið öllum.

30. janúar 2023

Valdís tekin við Æskulýðsvettvanginum

„Við förum strax af stað af krafti með námskeið Æskulýðsvettvangsins eftir áramótin, þar á meðal hnitmiðaðra Verndum þau,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir, ný verkefnastýra Æskulýðsvettvangsins. Hún tók við starfinu af Semu Erlu Serdar.

29. janúar 2023

Gagnleg ráðstefna um íþróttir barna og stjórnun félaga

Í tengslum við Reykjavík International Games, sem nú standa yfir, standa Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík fyrir ráðstefnu 1. - 2. febrúar 2023.

27. janúar 2023

Auglýst eftir rekstrarstjóra UMSK

Stjórn Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) auglýsir eftir öflugum starfsmanni til að stýra rekstri og verkefnum sambandsins. Starfsmaðurinn hefur umsjón með áætlanagerð, daglegri stjórnun og rekstri UMSK, samskipti við aðildarfélög, sveitarfélög og hagsmunaaðila innan íþróttahreyfingarinnar.