Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

23. júní 2023

Hvar verður Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2025?

Sambandsaðilar UMFÍ hafa nú kost á því að sækja um að halda Landsmót UMFÍ 50+ árið  2025. Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. október 2023.

23. júní 2023

Skagamenn vörðu titil í boccía

Skagamenn vörðu titil sinn í boccía annað árið í röð á Landsmóti UMFÍ 50+. Mótið fer fram í Stykkishólmi. Í öðru og þriðja sæti voru tvö lið Ísfirðinga.

22. júní 2023

Þetta eru opnu greinarnar á Landsmóti UMFÍ 50+

Þjónustumiðstöð Landsmóts UMFÍ 50+ opnar í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi klukkan 18:00 í dag. Þar fá þátttakendur afhend armbönd sem gild á alla keppni og viðburði mótsins. Í íþróttamiðstöðinni geta 18 ára og eldri líka keypt armbönd á valda viðburði, hjólreiðar, götuhlaup, í pílu og fleira.

22. júní 2023

Styrkur til Ungmennaráðs

Ungmennaráð UMFÍ hlaut styrk frá Erasmus+ fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði 2023.

22. júní 2023

Rástímar komnir í golfi

Búið er að birta rástíma fyrir alla þá sem hafa skráð sig í golf á Landsmóti UMFÍ 50+. Þátttakendur í golfi eiga að hafa fengið tölvupóst þar um en geta líka skoðað rástíma sína á golfbox. Golf er á dagskrá mótsins laugardaginn 24. júní á milli klukkan 08:30 - 15:00.

22. júní 2023

Fjöldi fólks mætt á Landsmót UMFÍ 50+

Fjöldi þátttakenda mætti á slaginu klukkan sex í íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi þegar afhending hófst á mótsgögnum fyrir Landsmót UMFÍ 50+. Mótið stendur yfir alla helgina í Stykkishólmi og er vel á fjórða hundrað þátttakenda skráðir á mótið.

21. júní 2023

Unglingarnir í Stykkishólmi undirbúa landsmót

„Við viljum vera á góðum tíma með skipulagningu og uppsetninguna,‟ segir Flemming Jessen, sérgreinastjóri í boccía. Hann ásamt fleirum merkti í gær gólf íþróttahússins í Stykkishólmi fyrir keppni í boccía. Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í bænum um helgina.

21. júní 2023

Breytingar á dagskrá

Ákveðið hefur verið að gera þrjár breytingar á áður kynntri dagskrá Landsmóts UMFÍ 50+. Matar- og skemmtikvöldið, sem átti að vera á laugardagskvöldinu hefur verið fellt niður. Sömuleiðis fellur niður keppni í hestaíþróttum og skák.

20. júní 2023

Átak um aukna þátttöku fólks með fötlun í íþróttum

Ísland er á meðal stofnríkja verkefnis sem hefur það að markmiði að auka þátttöku fólks með fötlun í íþróttastarfi. Stofnfundur þess var haldinn á heimsleikum fatlaðra í Berlín í Þýskalandi. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hélt ávarp á stofnfundi verkefnsins.