Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

22. nóvember 2022

Nýir talsmenn barna á Alþingi

Undirritun yfirlýsingar talsmanna barna á Alþingi fór fram í Alþingishúsinu í dag. Þingmenn léku sér saman og hétu því að tala fyrir hagsmunum barna. UMFÍ stendur að yfirlýsingunni ásamt fleiri félagasamtökum. Ragnheiður Sigurðardóttir var fulltrúi UMFÍ á viðburðinum.

21. nóvember 2022

Elsa, Kristján, Stefán og Valdimar heiðruð með gullmerki

Elsa Jónsdóttir, Kristján Sveinbjörnsson, Stefán Konráðsson og Valdimar Gunnarsson voru öll heiðruð með gullmerki UMFÍ í 100 ára afmælisveislu Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK), sem haldið var á laugardag.

18. nóvember 2022

USAH fagnaði 110 ára afmæli

„Þetta gekk fínt og allir fóru út ánægðir,“ segir Snjólaug Jónsdóttir, formaður Ungmennasambands Austur-Húnvetninga (USAH) en sambandið fagnaði 110 ára afmæli með glæsilegri veislu á Blönduósi í gær. Gunnar Þór Gestsson, varaformaður UMFÍ, var á meðal gesta í afmælinu ásamt fulltrúum ÍSÍ og fleirum.

15. nóvember 2022

Hvar verður Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2024?

Landsmót UMFÍ 50+ er brakandi hresst mót sem haldið er árlega fyrir fólk yfir miðjum aldri. Mótið var haldið í Borgarnesi um Jónsmessuna í sumar og verður haldið í Stykkishólmi sumarið 2023.  En hvar verður það sumarið 2024? Við leitum að næsta stað fyrir mótið.

14. nóvember 2022

Skólabúðir á Reykjum eru í sífelldri þróun

UMFÍ tók við rekstri Skólabúðanna á Reykjum í Hrútafirði með stuttum fyrirvara í haust. Bretta þurfti því upp ermar til að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á húsnæði Skólabúðanna. Mikil aðsókn er bæði í Skólabúðirnar á Reykjum og Ungmennabúðir UMFÍ á Laugarvatni. Færri komast að en vilja.

10. nóvember 2022

Íþróttahreyfingin tekur þátt í Heilbrigðisþingi

Fulltrúar íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar sitja og taka fullan þátt í Heilbrigðisþing sem stendur yfir i dag. Lýðheilsa er í forgrunni á þinginu þar sem áhersla er á allt það sem hægt að gera til að efla, vernda og viðhalda góðri heilsu.

09. nóvember 2022

Hagsmunaaðilar vinni saman svo íþróttir verði fyrir alla

Dr. Ingi Þór Einarsson, lektor við HR, hefur gert rannsóknir á hreyfingu barna með fatlanir. Hann sér lítinn mun á því að þjálfa fatlaða og ófatlaða því oft er það ekki fötlunin sem hefur mest áhrif á íþróttina eða möguleika viðkomandi á að stunda hana.

05. nóvember 2022

Hvetur öll félög til að nýta sér samræmda viðbragðsáætlun

„Þessi sameiginlega áætlun gerir það að verkum að öll félög geta notið leiðsagnar og stuðnings í glímunni við þau mál sem koma upp,‟ segir Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs. Hún kynnti á föstudag samræmda viðbragðsáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf.

03. nóvember 2022

Samræmd viðbragðsáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf

Samskiptaráðgjafi segir viðbragðsáætlun stuðla að auknu öryggi í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Samræmd viðbragðsáætlun verður kynnt á morgun, föstudaginn 4. nóvember 2022.