Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

01. nóvember 2022

Leitt að Ísland sé ekki í forystu

„Enginn ætlar sér að verða nikótínneytandi. En nikótínvörurnar eru gildra,“ segir Kristín Ninja Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá heilbrigðisráðuneytinu. Á málþingi um nikótín og heilsu kom fram að þingmenn mótmæltu banni við bragðbætingu rafretta og nikótínvara og því urðu ný lög veikari en ella.

28. október 2022

Töfrarnir gerast í skipulögðu starfi

„Þróttur Vogum er eitt af töfrabrögðunum í okkar samfélagi. Þau felast í því að börn sem stunda íþróttir, skipulagt starf, eru ekki bara hamingjusamari, heldur skora þau hærra á öllum þessum kvörðum í því að ná árangri í lífinu,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.

26. október 2022

Ráðherra býður til samráðs um frumvarp

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, vinnur að undirbúningi frumvarps til laga um skólaþjónustu. Markmið laganna er að tryggja jafnræði í þjónustu við börn og ungmenna í skólum landsins. Allir sem vilja geta tekið þátt í víðtæku samráði við gerð laganna.

20. október 2022

Heilbrigðisráðherra boðar til lýðheilsuþings

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur boðað til heilbrigðisþings 10. nóvember næstkomandi. Þingið verður helgað lýðheilsu. Þingið verður á Hilton Reykjavik Nordica og verður öllum opið. UMFÍ hvetur fulltrúa íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar til þátttöku.

15. október 2022

Formaður UMFÍ: „Þurfum að vera hugrökk“

„Við þurfum að vera hugrökk og hafa kjark til að takast á við breytta tíma. Við höfum þurft að endurhugsa sviðsmyndir, sem hafa margar reynst jákvæð skref. Við höfum tekið upp ný vinnubrögð, eigum að vera óhrædd við að hugsa hlutina upp á nýtt,“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.

15. október 2022

Ástin hlaut Hvatningarverðlaun UMFÍ

Þróttur Vogum hlaut í dag Hvatningarverðlaun UMFÍ fyrir átaksverkefnið Fögnum ástinni, en markmið þess er að fjölga íbúum í bæjarfélaginu og iðkendum félagsins. UMSK fékk Hvatningarverðlaun sömuleiðis fyrir verkefnið Virkni og vellíðan og USAH fyrir samstarf félaganna Hvatar og Fram.

11. október 2022

Jóhann Steinar: Of margir með úttroðnar varir og tóbaksnef

„Íþróttahreyfingin verður að taka að sér forystuhlutverk og vera til fyrirmyndar um heilbrigt líferni. Því miður eru enn of margir innan vébanda hennar sem sjást á vettvangi hreyfingarinnar með úttroðnar varir og tóbaksnef,‟ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.

05. október 2022

Forvarnardagurinn haldinn í dag

Forvarnadagurinn fór fram með pompi og pragt í dag. Dagurinn hófst með málþingi í Austurbæjarskóla í morgun. Þangað mætti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Alma Möller landlæknir, Jóhann Steinar Ingimundarson og Auður Inga Þorsteinsdóttir frá UMFÍ ásamt Andra Stefánssyni og fleirum frá ÍSÍ.

04. október 2022

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ: Lumarðu á góðu verkefni?

Nú er búið að opna fyrir sambandsaðila og aðildarfélög sem vilja koma góðu verkefni á koppinn. Einhverju sem nýtist iðkendum á einn eða annan hátt. Nú er aldeilis tækifærið því búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ.