Allar fréttir
![](/media/hzdokxvz/dy6a1231.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9d849bb9300 1x)
23. febrúar 2023
Ungmennaráð UMFÍ og Ungmennaráð Grafarvogs funda saman í fyrsta sinn
Bryddað var upp á nýjungar og samvinnu hjá Ungmennaráði UMFÍ sem fram fór í gær. Þjónustumiðstöð UMFÍ flutti nýverið á nýjan stað í Íþróttamiðstöðinni við Engjaveg í Reykjavík og er þar enn verið að innrétta. Fundaraðstaðan er því takmörkuð. Þetta var fyrsta skiptið sem ungmennaráðin funda saman.
![](/media/rxjp1cmf/laugar1.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9d845fe63f0 1x)
21. febrúar 2023
Starfsemi Ungmennabúða UMFÍ stöðvast tímabundið
Rakaskemmdir og jákvæðar niðurstöður varðandi myglu hafa greinst í húsnæði Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni og hefur verið ákveðið að stöðva þar alla starfsemi á meðan unnið verður að úrbótum. Ekki liggur ljóst fyrir hversu langan tíma starfsemin mun liggja niðri.
![](/media/hlinswtm/1e1a1237.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9d8424b4700 1x)
20. febrúar 2023
Þrír sækja um að halda Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2024
Þrír sambandsaðilar UMFÍ sóttu um að halda Landsmót UMFÍ 50+ árið 2024. Þetta eru Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK), Ungmennafélagið Þróttur Vogum og Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH). Mótið var haldið síðast í Borgarnesi og fer næst fram í júní í Stykkishólmi.
![](/media/oq5bvlaq/1e1a9706.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9d83c8835d0 1x)
16. febrúar 2023
Sjálfboðaliðar heiðraðir á aðalfundi Keflavíkur
Kára Gunnlaugssyni var veitt gullheiðursmerki á aðalfundi Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags sem fram fór í gærkvöldi. Hann er einn af stofnendum félagsins og er að hætta í stjórn eftir um 30 ár. Fjórir sjálfboðaliðar fengu starfsmerki UMFÍ, einn hlaut starfsbikar og annar silfurheiðursmerki.
16. febrúar 2023
Skemmtisólarhringur
Ert þú á aldrinum 18 - 25 ára? Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir svokölluðum Skemmtisólarhring með hellings hópefli og stuði dagana 3. - 4. mars nk.
![](/media/vhkojlvc/1e1a2319.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9d838b84210 1x)
09. febrúar 2023
Hvar verður Landsmót UMFÍ 50 sumarið 2024?
Landsmót UMFí 50+ er brakandi hresst mót fyrir fólk yfir miðjum aldri. En auðvitað er líka hægt að hafa opið fyrir þátttakendur á öllum aldri. En nú er farið að styttast í að sækja um að halda mótið. Frestur er til morgundags að smella í umsókn.
![](/media/xalhmj03/319979201_836204307668357_389824850303207062_n.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9d8352d4690 1x)
07. febrúar 2023
Æskulýðsvettvangurinn býður upp á hinseginfræðslu
Æskulýðsvettvangurinn stendur fyrir hinseginfræðslu miðvikudaginn 8. febrúar. Þetta er mikilvægt námskeið fyrir fólk í íþrótta- og æskulýðsstarfi og er fræðsla í hinsegin málum grundvöllur til þess að draga úr fordómum og mismunum.
![](/media/grlfp0ot/a0ea6ed6-a6a2-4313-bc7f-d3c81c205b11.jpeg?width=530&height=350&v=1d9a9d831b22990 1x)
06. febrúar 2023
Málþing um keppnisíþróttir fólks með þroskahamlanir
Íþróttasamband fatlaðra, Special Olympics og Háskólinn í Reykjavík efna til málþings um keppnisíþróttir einstaklinga með þroskahamlanir og einhverfu. Málþingið verður laugardaginn 18. febrúar í Háskólanum í Reykjavík og er það opið öllum.
![](/media/wlhhkphj/1e1a8398.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9d82e213aa0 1x)
30. janúar 2023
Valdís tekin við Æskulýðsvettvanginum
„Við förum strax af stað af krafti með námskeið Æskulýðsvettvangsins eftir áramótin, þar á meðal hnitmiðaðra Verndum þau,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir, ný verkefnastýra Æskulýðsvettvangsins. Hún tók við starfinu af Semu Erlu Serdar.