Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

28. júlí 2022

Leikjaplön, tímasetningar og allt um mótið

Þátttakendur Unglingalandsmóts UMFÍ bíða spenntir eftir leikjaplönum og tímasetningum fyrir leiki helgarinnar enda hefst keppni í nokkrum greinum klukkan 10:00 í fyrramálið. Hér eru nokkrar leiðir til að fylgjast með leikjaplani, rástímum og tímablöðum í allar greinar.

27. júlí 2022

Búist við miklum umferðarþunga til Selfoss um verslunarmannahelgina

Lögreglan á Suðurlandi býst við miklum umferðarþunga í gegnum Selfoss um verslunarmannahelgina og segir að búast megi við miklum umferðartöfum ef ekið er Suðurlandsveg yfir Hellisheiði. Lögreglan mælir með öðrum leiðum á Unglingalandsmót sem geta stytt verulega leiðina að tjaldsvæðinu við Suðurhóla.

27. júlí 2022

Svona verður Selfoss um verslunarmannahelgina

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram víða um Selfoss um verslunarmannahelgina. Öllum íþróttahúsum bæjarins, á golfvellinum, götuhjólreiðar fara frá Lindex í austurhluta bæjarins og svo má lengi telja.

26. júlí 2022

Risastórt samkomutjald risið á Selfossi

Allt er að smella saman fyrir Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina. Félagar í Björgunarfélagi Árborgar reistu í gær geysistórt samkomutjald á tjaldsvæði mótsins við Suðurhóla á Selfossi. Í samkomutjaldinu verða tónleikar á hverju kvöldi á meðan Unglingalandsmóti UMFÍ stendur.

26. júlí 2022

Í hverju ætlar þú að keppa?

Spennan er orðin gríðarleg fyrir Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi um helgina og margir sem ætla að prófa fjölda af nýjum greinum. Enda um meira en 20 greinar að velja. Við höfum nú framlengt frest til að skrá sig í greina á mótinu og verður nú tækifæri til að gera það til hádegis á fimmtudag.

25. júlí 2022

Eva María: Allir ættu að upplifa að fara á Unglingalandsmót UMFÍ!

„Það var aldrei spurning að fara á Unglingalandsmót hjá okkur, þetta var bara sjálfsagður hlutur, rétt eins og jólin. Þetta var ekki bara íþróttakeppnin heldur líka tónleikarnir á kvöldin og stemningin á tjaldsvæðinu,“ segir Eva María Baldursdóttir frá Selfossi.

24. júlí 2022

Ertu búin/n að skrá þig á Unglingalandsmót UMFÍ?

Skráning er nú í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ sem verður á Selfossi um verslunarmannahelgina. Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ er í tveimur liðum. Fyrst þarf að greiða þátttökugjald og síðan skrá í greinar. Hér eru leiðbeiningar.

23. júlí 2022

Strandblakvöllur lítur dagsins ljós á Selfossi

„Við erum búin að snyrta allt íþróttasvæðið,“ segir Ásgeir Hilmarsson hjá PRO-görðum á Selfossi. Ásgeir vinnur með fjölskyldu sinni að því að gerð svæðis í vikunni sem rúmar strandblak og strandhandbolta á Unglingalandsmótinu á Selfossi. Eftir helgi verður völlurinn tyrfður og mörk sett upp.

22. júlí 2022

Eldgos og flugeldasýning þema kökuskreytinga í ár

Kökuskreytingar eru ein af vinsælustu greinunum á Unglingalandsmóti UMFÍ. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að þátttakendur fá tilbúna hringlaga botna á staðnum og þar verður einnig ýmiskonar hráefni til staðar.  Þátttakendum er heimilt að koma með sitt eigið skraut og nammi.