Allar fréttir
09. september 2022
Embla: Peppuð fyrir ráðstefnu ungs fólks
„Ég er ótrúlega peppuð og spennt fyrir helginni, sérstaklega að sjá þátttakendur kynnast öðrum ráðstefnugestum, hlusta á skoðanir annarra og mynda sér skoðanir,“ segir Embla Líf Hallsdóttir, formaður Ungmennaráðs UMFÍ sem heldur ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði á Laugarvatni um helgina.
09. september 2022
Anna Steinsen: Jákvæðir leiðtogar eru til fyrirmyndar
„Jákvæði leiðtogar haga sér vel og eru glaðir. Neikvæðir leiðtoga geta verið vinsælir en þeir haga sér hins vegar ekki vel, skilja fólk útundan og dæma aðra,‟ segir Anna Steinsen, fyrirlesari frá KVAN. Hún hélt erindi á fyrsta degi ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði.
06. september 2022
Hvað á að gera við gamla bikara?
„Við erum á milli húsa og erum í vandræðum með alla bikarana,“ segir Erla Þórey hjá USVS. Hún stóð í flutningum í vor, sat uppi með nokkra kassa af gömlum rykföllnum bikurum sem enginn veit hvað á að gera við og enginn vill henda.
03. september 2022
Fyrsta Forsetahlaup UMFÍ sló í gegn
Nágrannarnir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Ólafur Oddsson og hlaupafélagar þeirra komu saman síðastir í mark í Forsetahlaupi UMFÍ á Álftanesi. Þetta var fyrsta skiptið sem hlaupið er haldið og fór það fram í rjómablíðu í dag.
02. september 2022
Forsetinn hvetur fjölskyldur og hlaupara til að mæta
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mælir með því að fjölskyldur og áhugahlauparar mæti í Forsetahlaupið sem fer fram á Álftanes í fyrramálið. Hann ræddi lítillega um hlaupið í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í gær. Hann tekur sjálfur þátt í hlaupinu.
02. september 2022
UMFÍ’s Presidential Race
The UMFÍ’s Presidential Race will take place in Álftanes on Saturday, 3rd september. Guðni Th. Jóhannesson, the president of Iceland, will participate in the race. UMFÍ's presidential race is part of UMFÍ's Sports Festival. It is an ideal family event for all interested runners of all ages.
02. september 2022
Bieg Prezydencki UMFÍ (Stowarzyszenie Młodzieży na Islandii)
Bieg Prezydencki UMFÍ odbędzie się w Álftanes w sobotę 3 września. Prezydent Islandii Guðni Th. Jóhannesson b€dzie jednym z uczestnikow biegu. Jest to idealna impreza rodzinna dla wszystkich zainteresowanych biegaczy w każdym wieku. Wspólnie pobiegniamy przy Bessastaðir – rezydencji prezydenta Isla
31. ágúst 2022
Guðný Stefanía með kampakáta nemendur í Skólabúðunum
„Ég svíf hérna um í bongóblíðu, krökkunum finnst allt rosa gaman og kennararnir ánægðir með aðstöðuna,“ segir Guðný Stefanía Stefánsdóttir, kennari í 7. bekk Grunnskólans á Ísafirði. Hún var í hópi fyrstu gestanna sem komu í Skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði á mánudag.
31. ágúst 2022
Styttist í spennandi Forsetahlaup á Álftanesi
Það rignir kannski á höfuðborgarsvæðinu í dag. En alltaf styttir upp um síðir og á laugardag er spáð sól og blíðu. Þá um morguninn verður líka ræst í Forsetahlaupinu á Álftanesi. Ræst verður í míluhlaupinu klukkan 10:30 og í 5 km klukkan 11:00.