Allar fréttir
29. ágúst 2022
Húllumhæ í Forsetahlaupi UMFÍ
Það verður heljarinnar húllumhæ í Forsetahlaupi UMFÍ á Álftanesi á laugardag. Ræst verður í hlaupinu við Álftaneslaug. Þar verður líf og fjör, leikjagarður á íþróttavellinum, grillpylsur í boði og allskonar skemmtilegheit fyrir alla þátttakendur.
25. ágúst 2022
Forvarnarmódel í lýðheilsu
Íslenska forvarnarmódelið hefur skilað góðum árangri í baráttunni gegn áfengis- og tóbaksnotkun og nú er kominn tími á að ráðast í næsta átak, skrifar Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.
25. ágúst 2022
Vel heppnað hundahlaup
„Það sést á andlitum þátttakenda að þetta var stórkostlegt hlaup!‟ segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) og einn skipuleggja Hundahlaups UMFÍ og Non-stop dogwear sem fram fór í fyrsta sinn síðdegis í dag.
24. ágúst 2022
Á fullu að undirbúa starfið í Ungmenna- og skólabúðunum
Allt er á fullu við undirbúning skólaársins í Ungmenna- og skólabúðunum enda von á fyrstu nemendunum í dvöl í búðunum í næstu viku. Sigurður Guðmundsson er forstöðumaður þeirra og settist hann niður með starfsmönnum beggja búða í vikubyrjun til að stilla saman strengi fyrir veturinn.
21. ágúst 2022
Hundahlaupið markar tímamót
„Hér er mikill áhugi á Hundahlaupinu enda geta allir hundar tekið þá í því með eigendum sínum,‟ segir dýrahjúkrunarfræðingurinn og sjúkraþjálfarinn Kolbrún Arna Sigurðardóttir um Hundahlaup UMFÍ og Non-stop dogwear sem fram fer á fimmtudag.
19. ágúst 2022
Láttu drauminn rætast!
Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði - láttu drauminn rætast í september. Markmið ráðstefnunnar er gleði og þátttaka. Dagskráin er pökkuð af alls konar skemmtileg heitum. Allt ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára er velkomið!
17. ágúst 2022
Vissi ekki að hundahlaup væri íþrótt
Hundahlaup UMFÍ og Non-Stop Dogwear verður haldið fimmtudaginn 25. ágúst á Seltjarnarnesi. Viðburðurinn er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og hundrað ára afmæli UMSK 2022.
12. ágúst 2022
Of góð aðsókn í Drulluhlaup Krónunnar
Aðsókn í Drulluhlaup Krónunnar er svo gríðarlega góð að ákveðið hefur verið að loka fyrir skráningu í hlaupið. Allir þátttakendur fá úthlutaða rástíma í hlaupið síðar í dag.
12. ágúst 2022
UMFÍ tekur við rekstri Skólabúðanna að Reykjum
„Þetta er ánægjulegur dagur. Við erum spennt fyrir samstarfinu,‟ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, fráfarandi sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Hún og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, skrifuðu í dag undir samning um rekstur Skólabúðanna að Reykjum.