Allar fréttir
14. júní 2022
Hvar verður Landsmót UMFÍ 50+ árið 2024?
Landsmót UMFÍ 50+ hefur verið haldið víða um land frá árinu 2011. Það verður í Borgarnesi dagana 24. – 26. júní og í Stykkishólmið árið 2023. En nú er komið að því að finna mótsstað árið 2024. Landsmót UMFÍ 50+ er frábært tækifæri fyrir mótshaldara til að vekja athygli á sveitarfélaginu.
13. júní 2022
Íþróttaveisla UMFÍ: Vissi ekki að hundahlaup væri íþrótt
Dýrahjúkrunarfræðingurinn Kolbrún Arna hefur hlaupið með husky-hundunum sínum í mörg ár. Hún segir mikilvægt að vera með rétta búnaðinn svo að bæði hundar og fólk njóti hlaupsins. Hundahlaupið er einn af fjórum viðburðum í Íþróttaveislu UMFÍ. Veislan hefst með Boðhlaupi BYKO 30. júní.
07. júní 2022
Íþróttastarf fatlaðra á Íslandi fyrirmynd í Rúmeníu
„Rúmenar eru að vinna í því að setja á laggirnar íþróttafélög fatlaðra um þessar mundir og eru þess vegna að kynna sér hvernig málum er háttað hér á Íslandi,“ segir Anna Karólína Vilhjálmsdóttir hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hún kom í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ í dag með sendinefnd frá Rúmeníu.
02. júní 2022
Brosmildur hlaupahópur við Bessastaði
Við tókum upp auglýsingu fyrir Forsetahlaupið á hlaðinu og veginum við Bessastaði í gær. Nokkuð þurfti að hafa fyrir upptökunum og var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, svo vinsamlegur að gefa fágætt leyfi fyrir upptökunum.
31. maí 2022
Sveinn Ægir: Unglingalandsmót skilar miklu til samfélagsins
„Við í Björgunarfélagi Árborgar erum þakklát að geta loksins tekið þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi. Þetta er þriðja tilraunin,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, varaformaður Björgunarfélags Árborgar, sem mun sinna gæslu og ýmsum öðrum verkefnum á Selfossi um verslunarmannahelgina.
31. maí 2022
Svona skráir þú þig á Landsmót UMFÍ 50+
Nú geta allir sem hafa fundið sína uppáhalds íþrótt eða vilja prófa eitthvað skemmtilegt skráð sig til leiks á Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Borgarnesi dagana 24. – 26. júní. Til að enginn lendi í vandræðum við skráningu á mótið þá höfum við tekið saman leiðbeiningar fyrir þátttakendur.
30. maí 2022
Námskeið um barnavernd
Ert þú með á hreinu hvernig á að bregðast við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnun og ungmennum?
27. maí 2022
Óskar er nýr formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar
„Þingið var nokkuð vel sótt“ segir Óskar Þórðarson, sem var kjörinn formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) á ársþingi sambandsins á þriðjudag. Hann tók þar við af Jónínu Björnsdóttur. Haukur Valtýsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, var gestur þingsins.
27. maí 2022
UMFÍ leitar að starfsfólki í skólabúðir á Reykjum
UMFÍ leitar að frábæru starfsfólki í 100% stöður í framtíðarstörfum í Skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði í haust. Um er að ræða störf frístunda- og tómstundaleiðbeinanda, matráður í mötuneyti og stöðugildi í þrif og ræstingar. Um er að ræða framtíðarstörf allt árið um kring í Hrútafirði.