Allar fréttir
25. maí 2022
Margrét Lilja: Við getum breytt þessu
„Við leggjum mikla áherslu á að börn af erlendum uppruna stundi skipulagt íþróttastarf. Þar er tungumálið ekki vandamálið,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og kennari við íþróttadeild Háskólans í Reykjavík.
25. maí 2022
Ásmundur Einar Daðason: Mikilvægt að grípa inn í
„Við verðum að geta gripið inn í, tengt saman sveitarfélög og aðra ólíka þætti. Vonandi munum við öll læra,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, á málþingi sem UMFÍ og ÍSÍ stóðu að um þátttöku barna og ungmenna af erlendu bergi í skipulögðu íþróttastarfi.
25. maí 2022
Jóhannes Guðlaugsson: Mikilvægt að hlusta á börnin
Mikilvægt er að byrja strax að vinna með börnum af erlendum uppruna í íþróttum og kynna starfið fyrir þeim. Í Breiðholti sé verkefni í gangi sem miðar að því að auðvelda börnum í 1.-2. bekk grunnskóla að fara á milli íþróttagreina. Jóhannes Guðlaugsson ræddi um verkefnið á málþingi í morgun.
25. maí 2022
Búið að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+
Opnað hefur verið fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Borgarnesi dagana 24.-26. júní næstkomandi. Boðið er upp á helling af greinum á mótinu og eru sumar þeirra opnar fyrir fólk á öllum aldri.
23. maí 2022
Bjarney er nýr framkvæmdastjóri UMSB
„Ég fæ það á tilfinninguna að allt sem ég hef lært í gegnum tíðina smelli saman í þessu starfi,“ segir ÍR-ingurinn og Valsarinn Bjarney Bjarnadóttir, sem hefur verið ráðin í starf framkvæmdarstjóra Ungmennasambands Borgarbyggðar (UMSB). Hún tekur við starfinu af Sigurði Guðmundssyni.
19. maí 2022
Við erum að leita að starfsfólki
Allt að gerast í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni! Við erum að leita að starfsfólki, matráði og leiðbeinanda. Hefurðu áhuga á því að vinna með frábæru fólki og æðislegum ungmennum í yndislegu umhverfi? Fríðindi í starfinu er skemmtun, leikir, kajakferðir og allskonar fleira skemmtilegt.
11. maí 2022
Málþing um aukna þátttöku fólks af erlendum uppruna
Hvernig á að ná betur til fólks af erlendum uppruna og fjölga því í skipulögðu íþróttastarfi? Þessi spurning hefur aldrei verið mikilvægari en einmitt nú! Vertu með! Aukin þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna í íþróttum er yfirskrift málþings sem fram fer 25. maí nk.
11. maí 2022
Skráning hafin í Boðhlaup BYKO
Búið er að opna fyrir skráningu í Boðhlaup BYKO. Hlaupið fer fram í Kópavogsdal fimmtudaginn 30. júní og markar upphaf að mótasumri UMFÍ. Búast má við gríðarlegri gleði og fjöri enda þar lögð áhersla á gleði, liðsvinnu og hlaupaánægju.
11. maí 2022
Lára Ósk er nýr formaður HSV
Lára Ósk Pétursdóttir var kosinn nýr formaður Héraðssambands Vestfirðinga (HSV) á þingi sambandsins í dag. Hún tekur við formannssembættinu af Ásgerði Þorleifsdóttur. Sigríður Láru Gunnlaugsdóttur var jafnframt afhent starfsmerki UMFÍ.