Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

03. maí 2022

Hestamannafélagið Hörður hlaut Hvatningaverðlaun UMSK

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ hlaut Hvatningaverðlaun Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) á þingi þess í síðustu viku. Hestamannafélagið hefur lengi haldið námskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun eða eru með skerta getu og hafa áhuga á að umgangast hesta eða vilja kynnast hestamennsku.

29. apríl 2022

Haukur er heiðursfélagi Íþróttabandalags Akureyrar

Haukur Valtýsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, var gerður að heiðursfélaga Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) á 65. ársþingi bandalagsins í vikunni. „Hann á þetta svo fyllilega skilið, segir Geir Kristinn Aðalsteinsson, sem var endurkjörinn formaður á þinginu.

26. apríl 2022

Fjöldi viðurkenninga á þingi UÍA

Þorvaldur Jóhannsson var sæmdur gullmerki  UMFÍ á ársþingi Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) sem fram fór á Seyðisfirði sunnudaginn 24. apríl síðastliðinn. Á þinginu var Benedikt Jónsson endurkjörinn formaður UÍA auk þess sem stjórnin er óbreytt.

13. apríl 2022

Stjórnvöld styðja íþróttahreyfinguna um 500 milljónir

Íþróttahreyfingin fær 500 milljóna króna fjárframlag frá stjórnvöldum sem mótvægisaðgerð gegn tekjutapi af völdum heimsfaraldurs. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir stjórnvöld leggja ríka áherslu á að styðja við íþróttahreyfinguna.

12. apríl 2022

UMSE 100 ára um helgina

„Það er ekki öllum félögum gefið að ná þetta mörgum árum í starfi. Það gerist aðeins þar sem sjálfboðaliðarnir búa yfir eldmóði og hugsjónum til að styrkja samfélag sitt,“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ. Hann var viðstaddur 100 ára afmæli UMSE um helgina.

08. apríl 2022

Hjólakraftur leitar eftir samstarfi um allt land

Hjólakraftur hefur unnið að því frá árinu 2012 að koma börnum og ungmennum á hreyfingu. UMFÍ vinnur nú með Hjólakrafti að því að finna einstaklinga um allt land sem hafa unnið með ungmennafélögum og hafa áhuga á að setja saman hjólahópa þar sem áhugi er fyrir hendi.

06. apríl 2022

Karl sæmdur gullmerki UMFÍ á þingi HSK

Karl Gunnlaugsson frá Ungmennafélagi Hrunamannavar sæmdur gullmerki UMFÍ á héraðsþingi HSK í síðustu viku. Hann stundar enn íþróttir af fullum krafti þrátt fyrir að vera kominn yfir nírætt. Starfsmerki fengu Gissur Jónsson og Hallfríður Ósk og Guðríður var endurkjörinn formaður.

04. apríl 2022

Sjóðir UMFÍ

Ertu með góða hugmynd en vantar fjármagn svo hún verði að veruleika? Nú er lag! - UMFÍ minnir á umsóknarfresti Fræðslu- og verkefnasjóðs og Umhverfissjóðs.

04. apríl 2022

Nýtt starfsskýrslukerfi ÍSÍ og UMFÍ

Í dag verður opnað fyrir nýtt starfsskýrslu kerfi ÍSÍ og UMFÍ í nýju kerfi. Með tilkomu nýja kerfisins er stigið stórt skref til framfara í að bæta og einfalda skil.