Allar fréttir
11. janúar 2022
Sömu samkomutakmarkanir í þrjár viku í viðbót
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að tillögu sóttvarnarlæknis að núgildandi takmarkanir á samkomum innanlands verði framlengdar um þrjár vikur eða til 2. febrúar 2022. Núgildandi reglur áttu að renna út á miðnætti miðvikudaginn 12. janúar.
10. janúar 2022
UMFÍ greiðir út 40 milljónir króna
Íslensk getspá hefur ákveðið að greiða eigendum sínum 300 milljónir króna í aukagreiðslu vegna góðrar afkomu af lottóspili á síðasta ári. UMFÍ á 13,33% hlut í fyrirtækinu og fær í ljósi þess rétt tæpar 40 milljónir króna. Upphæðin fer að nær öllu leyti til sambandsaðila UMFÍ.
06. janúar 2022
Íþróttafólk kennir réttu tökin í eldhúsinu
Íþróttafólk hefur um fáar leiðir að velja þegar það vill fræðast um réttu næringuna. Knattspyrnukonan Elísa Viðarsdóttir segir mikla áherslu hafa verið lagða á líkamlega fræðslu. Nú sé kominn tími á næringuna. Lykillinn að góðum árangri sé í eldhúsinu og hjá íþróttamanninum sjálfum.
05. janúar 2022
Nú geturðu sótt um styrk í dönskum lýðháskóla!
UMFí veitir ungu fólki sem hyggur á nám við lýðháskóla í Danmörku styrk fyrir vorönn 2022. Markmiðið með styrknum er að veita ungu fólki tækifæri til að víkka út sjóndeildarhring sinn og prófa eitthvað alveg nýtt.
30. desember 2021
Dásamlegt að deila hlaupagleði með öðrum á Höfn
Ástríðuhlauparinn Helga Árnadóttir stofnaði hlaupahóp á Höfn í Hornafirði í haust í samstarfi við Ungmennafélagið Sindra. Nú eru í hópnum 40 hlauparar sem hlaupa þrisvar í viku. Hlaupahópurinn býður gestum að koma og spretta með úr spori í búningum á Höfn nú á Gamlársdag.
25. desember 2021
Síðasta tölublað Skinfaxa 2021 komið út!
Þetta eru nú meiri jólin! Aldeilils spennandi. UMFÍ bætir hér síðustu jólagjöfinni í pakka landsmanna því nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, er komið út. Blaðið er öðru hvoru megin við bréfalúgu dyggra áskrifenda og stuðningsfólks ungmennafélagshreyfingarinnar.
23. desember 2021
Við erum komin í jólafrí
Við erum komin í jólafrí. Ef erindið er brýnt er hægt að senda okkur tölvupóst á umfi@umfi.is. Við mætum aftur hress og kát 3. janúar 2022.
22. desember 2021
Ásmundur Einar: Skoðar framlengingu á úrræðum fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf
„Þetta verður samvinnuverkefni okkar allra. Við munum vakta hvaða tæki og tól vantar til að halda starfseminni gangandi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Hann fundaði með forsvarsfólki í íþrótta- og æskulýðsstarfi vegna sóttvarnaaðgerða í dag.
22. desember 2021
Úthlutað úr Afrekssjóði UMSK
UMSK greiddi í vikunni styrki upp á rúmar 2,5 milljónir króna úr Afrekssjóði til íþróttafólks innan sambandsins sem tekið hefur þátt í mótum á erlendri grund.