Allar fréttir
21. desember 2021
Hertar sóttvarnareglur taka gildi á Þorláksmessu
Nýjar og hertar sóttvarnareglur taka gildi á Þorláksmessu og verða í gildi næstu þrjár vikurnar. Samkvæmt þeim mega aðeins 20 koma saman og gæta þess að tveir metrar eru á milli fólks. Grímuskylda er líka tekin upp. Íþróttaæfingar- og keppni eru áfram heimilaðar.
12. desember 2021
Bryndís, Stefán og Andrea verðlaunahafar Forvarnardagsins
Bryndís Brá, Stefán Freyr og Andrea Erla unnu öll þrjú til verðlauna í verkefnum tengdum Forvarnardeginum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti þeim verðlaunin við hátíðalega athöfn á Bessastöðum í gær. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, var viðstaddur afhendinguna.
06. desember 2021
Uppistandari með skipstjórnarréttindi í Ungmennabúðum UMFÍ
Heilmiklar breytingar urðu á skipulagi Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni í haust. Sigurður Guðmundsson tók við sem forstöðumaður búðanna út skólaárið auk þess sem tómstunda- og félagsmálafræðingarnir Halldóra Kristín Unnarsdóttir og Ingveldur Gröndal bættust í hóp frábærra starfsmanna.
05. desember 2021
Takk fyrir þitt framlag kæri sjálfboðaliði!
Í dag er Dagur sjálfboðaliðans um allan heim. Sjálfboðaliðastörf hafa verið uppistaðan í öllu starfi UMFÍ. Sjálfboðaliðar vinna gríðarlega mikilvægt starf víða í samfélaginu og er afar óvíst að rekstur íþróttafélaga gæti gengið án framlags sjálfboðaliða um allt land.
02. desember 2021
Muna að skrá íþróttafélagið á Almannaheillaskrá
UMFÍ minnir á að búið er að opna fyrir skráningu Almannaheillaskrá Skattsins. Öll félög sem vilja nýta sér ávinning skráningarinnar á þessu ári þurfa að ljúka skráningu á Almannaheillaskrá fyrir áramót. Skráningin er ætluð óhagnaðardrifnum félögum.
01. desember 2021
Við erum við símann!
UMFÍ vekur athygli á því að Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, er í leyfi frá störfum út desember. Starfsfólk UMFÍ veitir allar upplýsingar sem á þarf að halda á meðan leyfi Auðar stendur. Við erum alltaf við og ræðum við alla um allt á milli himins og jarðar.
30. nóvember 2021
Formaður UMFÍ fræddi Rótarý í Garðabæ um ungmennafélagshreyfinguna
Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, hélt erindi um ungmennafélagshreyfinguna á hádegisfundi Rótarýklúbbsins Görðum í Garðabæ í gær, mánudaginn 29. nóvember. Hann stiklaði á stóru í sögu UMFÍ og fjallaði um mótin, Unglingalandsmót UMFÍ, Landsmót UMFÍ 50+ og Íþróttaveisluna auk stefnumótunar.
29. nóvember 2021
Hefði viljað vita í hvern ætti að hringja
Iðkandi greindist smitaður af COVID-19 hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs í byrjun október 2020. Fyrsta smitið greindist á fimmtudegi og fjölgaði þeim hratt næstu daga. „Verst var að fá neikvæð viðbrögð frá stjórnendum annarra íþróttafélaga,“ segir Kjartan Valur, varaformaður félagsins.
25. nóvember 2021
Skráning á Almannaheillaskrá
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skráningu Almannaheillaskrá Skattsins. Skráningin er ætluð óhagnaðardrifnum félögum, sjóðum og stofnunum sem hafa með höndum óhagnaðardrifna starfsemi til almannaheilla. Gjafir og framlög til slíkra lögaðila skapa frádráttarheimild hjá gefendum.