Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

26. október 2021

Netnámskeið í barnavernd aðgengilegt á ensku

Netnámskeið í barnavernd fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi er nú aðgengilegt á ensku. Siðareglur Æskulýðsvettvangsins eru það sömuleiðis. Námskeiðið er ókeypis og hvetjum við sem flesta til þess að nýta sér það og þá þekkingu sem þar er að finna í starfi sínu.

25. október 2021

Formaður UMFÍ: Ungmennafélagsandinn er einstakur

„Ungmennafélagsandinn er raunverulegur og einstakur. Þetta eru viðhorf og tilfinning sem fólk finnur hvert og eitt í gleðinni og því að taka þátt,“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, nýr formaður Ungmennafélags Íslands (UMFÍ).

22. október 2021

Nemendur sendir heim vegna smits í Ungmennabúðum UMFÍ

„Okkur þykir alveg ótrúlega leiðinlegt að smit hafi komið upp í búðunum. Það var búið að vera svo gaman hjá nemendunum í vikunni og þeim liðið alveg frábærlega vel á Laugarvatni,‟ segir Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni.

22. október 2021

Haukur sæmdur gullmerkjum og fékk Heiðursskjöld

Haukur Valtýsson hlaut fjölda viðurkenninga á síðasta þingi sem formaður UMFÍ á Húsavík um síðustu helgi. Formaður UMSK sagði Hauk hafa verið farsælan formann sem hafi komið inn í stjórn UMFÍ fyrir áratug og áunnið sér virðingu og vináttu bæði innan og utan ungmennafélagshreyfingarinnar.

20. október 2021

Ingvar Sverrisson útnefndur matmaður sambandsþings UMFÍ 2021

Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) var valinn matmaður sambandsþings UMFÍ 2021 um síðustu helgi. Ingvar tók vel til matar síns en hugsaði jafnframt vel um borðfélaga sína, sótti brauð fyrir þá og passaði að allir fengju sætabrauð.

19. október 2021

Krísur og allskonar gagnlegar leiðir eru aðalstefið í nýjasta tölublaði Skinfaxa

Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarit UMFÍ, er komið út. Blaðið er stútfullt af spennandi og fræðandi efni um allskonar sem er að gerjast innan ungmennafélagshreyfingarinnar um allt land. Á meðal efnis í blaðinu er viðtal við stjórnendur í íþróttahreyfingunni um krísur og leiðirnar úr þeim.

17. október 2021

Jóhann Steinar er nýr formaður UMFÍ

Jóhann Steinar Ingimundarson er nýr formaður UMFÍ. Hann tekur við af Hauki Valtýssyni, sem gegnt hefur embætti formanns frá árinu 2015 og ákvað að gefa ekki kost á sér að nýju. Jóhann var sjálfkjörinn því enginn bauð sig fram í formannsembættið. Kosning stjórnar UMFÍ fór fram á sambandsþingi UMFÍ.

17. október 2021

Fjölnir, Keflavík og UMFN hljóta Hvatningarverðlaun UMFÍ

Ungmennafélagið Fjölnir, Ungmennafélag Njarðvíkur og Keflavík íþrótta- og ungmennafélag, hlutu Hvatningarverðlaun UMFÍ á sambandsþingi UMFÍ. Fjölnir hlýtur verðlaunin fyrir verkefnið Áfram lestur og UMFN og Keflavík fyrir samstarfsverkefni fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir

16. október 2021

Gunnhildur, Sigurbjörn og Jóhanna sæmd gullmerki UMFÍ

Mývetningarnir og hjónin Gunnhildur Hinriksdóttir og Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Jóhanna S. Kristjánsdóttir, fyrrverandi formaður HSÞ, voru sæmd gullmerki UMFÍ á sambandsþingi UMFí í gær. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, afhenti gullmerkin og sagði þau kyndilbera ungmennafélagsandans.