Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

22. nóvember 2021

Þingeyingar auka fjölbreytni og stofna nýtt íþróttafélag

Tvö ár eru síðan nokkrir Öxfirðingar fóru að skoða stofnun nýs félags sem myndi taka yfir starfsemi óvirkra ungmennafélaga í byggðarlaginu. Róbert Karl Boulter, formaður Íþróttafélagsins Þingeyings segir fólk vilja gera eitthvað fleira en að vinna og horfa á sjónvarpið.

15. nóvember 2021

Drögum úr kostnaði heilbrigðiskerfisins með forvörnum

„Betra líf og heilbrigðara ætti að létta á hluta heilbrigðiskerfisins og þar með draga úr kostnaði þess. Við hvetjum því stjórnvöld til að vinna með íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni að því að bæta lífi í árin og árum í lífið,“ skrifar þeir Haukur Valtýsson og Jóhann Steinar Ingimundarson.

12. nóvember 2021

Hertar takmarkanir teknar upp að nýju

Fimmtíu einstaklingar mega nú koma saman á viðburði en fleiri sem geta framvísað niðurstöðu úr hraðprófi, hámarksfjöldi gesta á sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum miðast við 75% af heimiluðum hámarksfjölda, grímuskylda er tekin upp aftur og íþróttir með snertingu eru heimilar.

10. nóvember 2021

Hvetur skólahópa til að fara í sýnatöku

„Við viljum hafa allan vara á í skugga COVID-smita í samfélaginu og mælumst þess vegna til þess að allir skólahópar fari í sýnatöku daginn áður en þeir koma til okkar á Laugarvatn,“ segir Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni.

09. nóvember 2021

Guðríður hlaut Hvatningarverðlaun Dags gegn einelti

„Einelti er félagslegt vandamál og getur haft alvarlegar afleiðingar,“ segir Guðríður Aadnegard, umsjónarkennari og námsráðgjafi við Grunnskólann í Hveragerði. Guðríður hlaut í dag Hvatningarverðlaun Dags gegn einelti. Verðlaunin eru afhent þeim einstaklingi sem þykir fyrirmynd gegn einelti.

09. nóvember 2021

Aðeins 500 manns fá að vera á viðburðum

Fjöldatakmarkanir miðast við 500 manns frá og með miðnætti og munu á morgun (10. nóvember) ekki fleiri leyfðir nema að undangengnu hraðprófi. Með notkun hraðprófa verður heimilt að halda viðburði fyrir allt að 1.500 manns. Þetta kemur til viðbótar við grímuskyldu, sem tekin var upp í síðustu viku.

07. nóvember 2021

Ragnheiður er formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ

„Við höfum nú skipulagt starfið okkar til næstu tveggja ára, sett saman nefndir eftir málaflokkum og raðað fólki niður á þær,‟ segir Ragnheiður Högnadóttir, sem var kjörin formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ á fundi stjórnarinnar í gær.

03. nóvember 2021

Sarah tekur vel á móti öllum nýjum iðkendum á Akureyri

„Foreldranir þurfa að sjá að íþróttahúsið er öruggur staður og að við hugsum vel um barnið þeirra áður en það byrjar að æfa,“ segir Sarah Smiley, íshokkíþjálfari hjá Skautafélagi Akureyrar. Skautafélagið er á meðal fjögurra félaga sem hlutu styrk til að virkja erlend börn í íþróttum.

02. nóvember 2021

Fjögur félög fá styrki til að hvetja börn af erlendum uppruna í íþróttum

Dansfélagið Bíldshöfða, Héraðssamband Vestfirðinga (HSV), Sunddeild KR og Skautafélag Akureyrar hlutu öll styrk ÍSÍ og UMFÍ til að standa fyrir verkefnum sem hafa það að markmiði að hvetja börn og ungmenni af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra til þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi.