Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

08. janúar 2021

Helgi hjá Leikni: Lýst vel á að öll ungmenni geti byrjað að æfa á ný

„Mér lýst mjög vel á að öll ungmenni geti byrjað að æfa aftur. Við erum lítið félag og þurfum aðeins að senda skilaboð á iðkendur til að segja þeim tíðindin,“ segir Helgi Óttarr Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Leiknis í Reykjavík.

07. janúar 2021

UMFÍ eykur samstarf við grasrótina

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur samið um tilfærslu verkefna til Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB). Samningurinn er nýstárlegur og er hann liður í því að styrkja íþróttahéruð landsins. Samningurinn kveður á um að Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri UMSB, sinni vinnunni fyrir UMFÍ.

04. janúar 2021

Nú geturðu fengið nýjasta tölublað Skinfaxa í hendurnar

Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarit UMFÍ, ner komið út. Það er aðgengilegt bæði á rafrænu formi og er nýkomið úr prentsmiðjunni.

31. desember 2020

UMSK styður aðildarfélög um 10 milljónir króna

„Mörg aðildarfélög okkar glíma við erfiðar aðstæður. Ungmennasamband Kjalarnesþings er ákaflega vel rekið samband. Okkur langaði því að styðja við félögin og greiða þeim sérstaka aukaúthlutun,‟ segir Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK.

28. desember 2020

Sjálfboðaliðar endurnýja skíðasvæði Mývetninga

Félagar í Ungmennafélaginu Mývetningi lögðu hönd á plóg í byrjun vetrar og hófu að gera við skíðalyftu sem hafði legið óhreyfð í fimm ár. Markmiðið er að halda upp á 20 ára afmæli lyftunnar í vor. Allt verkið er unnið í sjálfboðavinnu.

27. desember 2020

Býr enn að leikgleði trúðanámskeiðsins á Grænlandi

Halla Hrund Logadóttir hefur farið vítt og breitt um heiminn og lært og starfað allt frá Afríku til Belgíu og Japan. Hún er í forsvari fyrir stuðningsnet kvenna og kennir við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Halla segir trúðanámskeið, sem hún stýrði fyrir UMFÍ, grunninn að mörgu sem hún gerir.

23. desember 2020

Ragnheiður frá UMFÍ í starfshópi um rafíþróttir

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem móta á stefnu um hvernig efla megi umgjörð rafíþrótta hér á landi. Til rafíþrótta teljast meðal annars skipulagðar keppnir í ýmiskonar tölvuleikjum. Í hópnum er Ragnheiður Sigurðardóttir fyrir hönd UMFÍ.

22. desember 2020

Ungmenna- og íþróttafélög styrkja Seyðfirðinga

Meistaraflokkur Ungmennafélagsins Einherja á Vopnafirði hélt bókauppboð og styrkir bæði Rauða krossinn og Björgunarsveitina Ísólf á Seyðisfirði. Bjartur Aðalbjörnsson segir marga hafa gefið sektarsjóðinn sinn. En Einherji hafi ekki átt neinn slíkan.

21. desember 2020

Kynntu næstu skref í stuðningi við íþróttafélög

„Það er svo mikilvægt að standa vörð um skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf með öllum ráðum, í því er fólginn lykillinn að lýðheilsu þjóðarinnar,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Frumvarp um greiðslur til íþrótta- og æskulýðsfélaga var samþykkt fyrir helgi. Ráðherrar kynntu næstu skref í dag.