Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

04. ágúst 2021

Mikilvægt að börn og ungmenni haldi áfram í íþróttum

„Við getum ekki opnað fyrir allt og hagað okkur eins og áður. Á sama tíma verðum við að tryggja reglu í lífi barna og ungmenna,‟ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Hann fundaði í gær með ráðherranefnd um baráttuna við kórónuveirufaldurinn.

28. júlí 2021

Landsmóti UMFÍ 50+ frestað

Halda átti Landsmóti UMFÍ 50+ í Borgarnesi í lok ágúst. Í skugga mikilla smita og til að hefta útbreiðslu COVID-veirunnar í samfélaginu hefur verið ákveðið að fresta mótinu.

26. júlí 2021

Frestur til 5. ágúst að sækja um sem forstöðumaður Ungmennnabúða

Umsóknarfrestur um starf forstöðumanns Ungmennabúða UMFÍ hefur verið framlengdur fram yfir verslunarmannahelgina eða til 5. ágúst næstkomandi. UMFÍ leitar að drífandi leiðtoga og öflugum liðsmanni í starf forstöðumanns ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni.

24. júlí 2021

Ungmenni voru búin að leggja mikið í hönnun búninga

„Það var ekki mikil gleði á heimilinu með fréttirnar í gær. Það var mikil stemning fyrir Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi og margir búnir að græja búningana,‟ segir Hrönn Erlingsdóttir, móðir 15 ára tvíbura sem ætluðu að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ.

23. júlí 2021

Samkomutakmarkanir innleiddar að nýju

Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður 200 og nálægðarregla tekin upp þegar nýjar reglur um takmarkanir á samkomum taka gildi sunnudaginn 25. júlí. Eins metra nándarregla verður tekin upp að nýju, grímuskylda innleidd á ný þar sem ekki er unnt að viðhafa 1 metra reglu.

23. júlí 2021

Unglingalandsmóti UMFÍ frestað

„Ekki verður hægt að halda Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina miðað við þær forsendur sem felast í samkomutakmörkunum sem taka gildi á sunnudag,“ segir Þórir Haraldsson, formaður framkvæmdanefndar Unglingalandsmóts UMFÍ.

21. júlí 2021

UMFÍ leitar að nýjum forstöðumanni Ungmennabúða UMFÍ

UMFÍ leitar að drífandi leiðtoga og öflugum liðsmanni í starf forstöðumanns ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni. Á meðal helstu verkefna er stjórnun og ábyrgð á Ungmennabúðum UMFÍ í fallegu og líflegu umhverfi á Laugarvatni.

16. júlí 2021

Ingibjörg pílukaststjóri: Allir geta keppt í pílukasti

Pílukast er ein af vinsælustu nýju greinunum í íslenskum íþróttaheimi og fjölgar bæði iðkendum og áhorfendum í keppnum eins og gorkúlum á góðum degi. En hver er galdurinn í keppni í pílukasti? Því svarar Ingibjörg Magnúsdóttir, sérgreinarstjóri í pílukasti á Unglingalandsmótinu á Selfossi.

14. júlí 2021

Dagný er nýr framkvæmdastjóri HSV

„Ég er mjög spennt fyrir þessu nýja starfi og hlakka mikið til,“ segir Dagný Finnbjörnsdóttir, sem ráðin hefur verið í starf framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga (HSV). Hún tekur við starfinu af Bjarka Stefánssyni.