Allar fréttir
20. apríl 2021
Íþróttafélögin nýta sér starfskrafta í gegnum Hefjum störf
„Knattspyrnudeildin okkar hefur ráðið einn starfsmann og ég hef verið að mæla með því að við ráðum fleiri,‟ segir Hámundur Örn Helgason, nýráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélags Njarðvíkur (UMFN). Hefjum störf er átaksverkefni sem íþróttafélög geta nýtt sér fyrir einstök verkefni í vor og sumar.
17. apríl 2021
Benedikt tekur við sem nýr formaður UÍA
„Það er nauðsynlegt að endurnýja stjórnir félagasamtaka reglulega. nú fannst mér kominn tími á mig,‟ segir Gunnar Gunnarsson. Hann hætti í dag sem formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA). Við formannssætinu tók Benedikt Jónsson.
16. apríl 2021
Landsmót UMFÍ 50+ í Borgarnesi í lok ágúst
Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri verður haldið í Borgarnesi síðustu helgina í ágúst. Framkvæmdastjóri móta UMFÍ segir búist við að þá verði búið að bólusetja flesta landsmenn og vonar að hægt verði að halda stór mót í enda ágúst.
13. apríl 2021
Íþróttahreyfingin stuðli að auknum atvinnutækifærum
Stjórnvöld hafa gripið til umfangsmikilla aðgerða til að fjölga atvinnutækifærum atvinnuleitenda og námsmanna í sumar. Þetta er liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að stuðla að virkni og framtíðarsókn. Átaksverkefnin eru eins og klæðskerasniðin fyrir starfsemi meðal annars íþróttafélaga.
13. apríl 2021
Allt íþróttastarf fer í gang á nýjan leik
Allt íþróttastarf kemst í gang á ný í vikunni, grunnskólabörn geta stundað skipulagt íþrótta-, æskulýðs opg tómstundastarf og fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi fimmtudaginn 15. apríl.
13. apríl 2021
Jónas hjá KR: Nú sjáum við ljósið!
„Það eru allir himinlifandi yfir því að börnin fái að hreyfa sig á ný,“ segir Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR í Reykjavík, spurður um álit á þeim tilslökunum sóttvarnaaðgerða sem heilbrigðisráðherra boðaði í dag. Hann segir allt klárt í KR-heimilinu fyrir börnin sem geta byrjað að æfa á ný.
12. apríl 2021
Viltu koma á stefnumót UMFÍ í vikunni?
Við minnum sambandsaðila UMFÍ á þau rafrænu stefnumót sem framundan eru. Tvö stefnumót eru á dagskrá í vikunni en þar verða drög að uppfærðri stefnu UMFÍ kynntar og þau borin undir þátttakendur. Að auki verður leitað eftir hugmyndum um áherslur í starfi UMFÍ og hverjar þarfir grasrótarinnar eru.
10. apríl 2021
Embla Líf: Ég gat ekki hætt að brosa
Stað ungmennaráða á Íslandi er misjöfn og ljóst að árangur þeirra er mun meiri þar sem ungmennaráðum er gert hátt undir höfði, segir Embla Líf í ungmennaráði UMFÍ. Henni fannst magnað að heyra í öðrum í ungmennaráðum. „Við áttum í afar góðu og gagnlegu samtali og lærðum svo mikið hvert af öðru.“
09. apríl 2021
Mundu eftir að senda inn umsókn í Umhverfissjóð UMFÍ
Við minnum á að opið er fyrir umsóknir í Umhverfissjóð UMFÍ til 15. apríl næstkomandi. Umhverfissjóður UMFÍ er minningarsjóður Pálma Gíslasonar, fyrrverandi formanns UMFÍ. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að styrkþegi sé félagi eða aðildarfélag UMFÍ og að verkefnið sé umhverfisverkefni.