Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

07. maí 2021

COVID: Tilslakanir á samkomutakmörkunum

Fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns á mánudag, sund- baðstaðir og líkamsræktarstöðvar mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum verður 75 í hverju hólfi, samkvæmt tilslökunum heilbrigðisráðherra á samkomutakmörkunum.

04. maí 2021

Íþróttafélag Bíldælinga vaknar úr dvala

„Við erum að rétta úr kútnum eftir COVID og reksturinn í þokkalegum málum,“ segir Páll Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Hrafna-Flóka. Þing sambandsins var haldið á dögunum. Íþróttafélag Bíldælinga er að vakna úr dvala og stefnir á vetrarstarf.

30. apríl 2021

Sérstakur frístundastyrkur framlengdur til loka júlí

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest fyrir sérstaka frístundastyrki frá 15. apríl til 31. júlí næstkomandi. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, verkefnastjóri í félagsmálaráðuneytinu, segir þetta gert svo fólk geti nýtt þá fyrir sumarnámskeið barna sinna og fyrir íþrótta- og tómstundaræfingar.

30. apríl 2021

Ásmundur Einar: Hefjum störf hentar félagasamtökum

„Mikilvægt er að virkja sem flesta til að taka þátt í átakinu Hefjum störf. Átakið gagnast félagasamtökum afar vel,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Búið er að skrá 3.500 störf í átaksverkefninu og gera þúsund samninga um ráðningu fólks í atvinnuleit.

30. apríl 2021

Fyrsta héraðsþing HSK með fjarfundarbúnaði

„Þetta var hefðbundið þing og vel sótt. En við lögðum áherslu á að minna á Unglingalandsmótið um verslunarmannahelgina,‟ segir Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK), um fyrsta héraðsþingið sem haldið var með fjarfundarbúnaði.

28. apríl 2021

Hægt að sækja um störf fyrir námsmenn í maí

Félagasamtök og íþróttafélög eru hvött til þess að sækja um störf fyrir námsmenn í sumar í nafni átaksverkefnis sem félags- og barnamálaráðherra hefur ýtt úr vör. Verkefninu er ætlað að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Hverjum námsmanni fylgir styrkur og fleira.

28. apríl 2021

Íris á Hólmavík: Frábært að ráða námsmenn í sumar

„Þetta úrræði er algjör snilld og mér finnst átakið alveg frábært. Ég setti mig strax í spor námsmanna sem vilja þjálfa hvar sem er á landinu og öðlast reynslu,“ segir Íris Björg Guðbjartsdóttir, formaður Ungmennafélagsins Geislans á Hólmavík. Hún segir íþróttafélög um allt land geta nýtt tækifærið.

26. apríl 2021

Íslensk getspá fagnar 35 ára afmæli

Engar breytingar voru gerðar á stjórn Íslenskrar getspár á aðalfundi fyrirtækisins í dag. Íslensk getspá var stofnað árið 1986 og fagnar því 35 ára afmæli á þessu ári. Tímamótunum verður fagnað síðar á árinu. Jóhann Steinar Ingimundarson, varaformaður UMFÍ, er fulltrúi UMFÍ í stjórn fyrirtækisins.

23. apríl 2021

Íslensk getspá greiðir 200 milljónir vegna góðrar afkomu

Sumarið byrjar afar vel. Góð afkoma Íslenskrar getspár skilar því að stjórn félagsins hefur ákveðið að greiða aukalega til eignaraðila sinna 200 milljónir króna. UMFÍ fær tæpar 27 milljónir króna sem fara beint út til íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar.