Allar fréttir
17. mars 2021
Mörg umhverfisverkefni fá styrk hjá UMFÍ
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Umhverfissjóð UMFÍ. Tilgangur sjóðsins er að styrkja umhverfisverkefni aðildarfélaga og einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Sjóðurinn styrkir ýmis konar umhverfisverkefni. Þar á meðal merkingar á göngu- og hjólastígum, gróðursetningu og margt fleira.
15. mars 2021
Stefnumót UMFÍ
UMFÍ vinnur nú að endurnýjun á stefnu sambandsins, sem ætlunin er að kynna á Sambandsþingi UMFÍ í október 2021.
12. mars 2021
Hvetja aðildarfélög til að virða útgefin aldurstakmörk í rafíþróttum
ÍSÍ og UMFÍ hvetja aðildarfélög sín að virða útgefin aldurstakmörk þeirra leikja sem spilaðir eru á vettvangi þeirra auk þess að tryggja að inntak leikjanna sé í samræmi við siðareglur og gildi viðkomandi félags og samtaka, að því er segir í sameiginlegri tilkynningu ÍSÍ og UMFÍ um rafíþróttir.
08. mars 2021
Helga Guðrún fyrst kvenna formaður UMFÍ
„Mér fannst skemmtileg áskorun að bjóða mig fram sem formaður UMFÍ. Ég var ekkert að velta kynhlutverkunum fyrir mér, en vissi að ég var í brauðryðjandahlutverki,“ segir Helga Guðrún Guðjónsdóttir, sem var fyrst kvenna til að gegna embætti formanns UMFÍ. Í dag er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna.
05. mars 2021
Sonja Lind er nýr sambandsstjóri UMSB
Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir var kosin sambandsstjóri UMSB á sambandsþingi í Borgarnesi í gær. Hún tekur við sætinu af Braga Þór Svavarssyni, skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar. Fleiri breytingar urðu á þinginu því Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir er ritari UMSB.
05. mars 2021
Flemming og Guðjón heiðraðir með gullmerki UMFÍ
Þeir Flemming Jessen og Guðjón Guðmundsson voru á sambandsþingi Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) báðir heiðraðir fyrir störf sín fyrir ungmennafélagshreyfinguna með gullmerki UMFÍ. Sigríður Bjarnadóttir og Páll Snær Brynjarsson fengu á sama tíma starfsmerki UMFÍ fyrir störf sín.
01. mars 2021
Opið fyrir umsóknir í vorúthlutun úr Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ
Nú hefur verið opnað fyrir mótttöku umsókna um styrki í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Sjóðurinn hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar m.a með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, félagsmálum og fleiru.
01. mars 2021
Framlengja umsóknarfrest fyrir sérstaka frístundastyrki
Frestur til að sækja um styrk fyrir börn frá tekjulægri heimilum sem eiga rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundarstyrk á skólaárinu 2020-2021 hefur verið framlengdur til 15. apríl 2021. Styrkurinn er að hámarki 45.000 krónur fyrir hvert barn sem stundar skipulagt íþrótta- og tómstundastarf.
26. febrúar 2021
Guðmundur er nýr formaður UMSK
Guðmundur Sigurbergssson var kjörinn formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) á 97. ársþingi UMSK í gær. Hann tók þar við af Valdimar Leó Friðrikssyni, sem hefur verið formaður UMSK síðastliðin 20 ár. Ásamt tíma tók Pétur Örn Magnússon sæti í stjórn UMSK í stað Magnúsar Gíslasonar.