Allar fréttir
26. febrúar 2021
Lilja fundaði með starfshópi um rafíþróttir
„Heilt yfir er framtíð rafíþrótta björt á Íslandi,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður starfshóps um rafíþróttir. Starfshópurinn fundaði í þjónustumiðstöð UMFÍ í dag. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sat fundinn og ræddi um mikilvægi þess að efla umgjörð um íþróttirnar.
25. febrúar 2021
Bjarney og Sveinn sæmd Gullmerki UMFÍ
Keflvíkingarnir Bjarney S. Snævarsdóttir og Sveinn Adolfsson voru heiðruð með gullmerki UMFÍ á aðalfundi Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags. Á sama tíma hlutu þau Hilmar Örn Jónasson, Guðný Magnúsdóttir og Jónas Andrésson starfsmerki UMFÍ. Til viðbótar fékk Einar Skaftason starfsbikar Keflavíkur
23. febrúar 2021
200 áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum
Allt að 200 manns mega horfa á íþróttaviðburði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, skíðasvæði og sundstaðir mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda og allt að 150 nemendur heimilaðir í hverju rými á öllum skólastigum. Fjöldatakmarkanir fara úr 20 manns í 50.
23. febrúar 2021
Diddi í Val: Ánægður að sjá áhorfendur aftur
„Það er frábært að fá áhorfendur á leiki aftur. Það var kominn tími á það,‟ segir Sigurður K. Pálsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Vals í Reykjavík. Hann bætir við að félögin séu fljót að aðlaga sig og muni án nokkurs vafa geta uppfyllt öll skilyrði yfirvalda.
23. febrúar 2021
Gott að geta haldið Fossavatnsgönguna
„Það eru ansi margir að bíða eftir Fossavatnsvatnsgöngunni. Aðalmálið er að geta haldið hana í einhverri mynd og þetta er alveg eins og við vorum að vona,‟ segir Kristbjörn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Fossavatnsgöngunnar á Ísafirði.
18. febrúar 2021
Nemendur í Fellaskóla fengu loks verðlaun Hreyfiviku UMFÍ og Kristals
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, afhenti nemendum í 5. bekk í Fellaskóla verðlaun Hreyfiviku UMFÍ og Kristals sem skólinn hlaut í fyrra. Auður sagði gaman hvað margir stunduðu fjölbreytta hreyfingu. Það sé í anda UMFÍ. Talsverðan tíma hefur tekið að afhenda öll verðlaun.
17. febrúar 2021
Neteinelti barna algengara en fólk heldur
Sema Erla hjá Æskulýðsvettvanginum stendur fyrir námskeiði um birtingarmyndir, afleiðingar og vísbendingar um neteinelti og leiðir til að sporna gegn því. Sema segir það eina stærstu ógnina sem börn og ungmenni standa frammi fyrir í dag. Námskeiðið er á Facebook fimmtudaginn 18. nóvember.
16. febrúar 2021
Lengri frestur til að sækja styrki úr tveimur sjóðum UMFÍ
Fékkstu styrk úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ eða Umhverfissjóði UMFÍ árið 2020 og átt eftir að sækja styrkinn? Engar áhyggjur. Stjórn UMFÍ hefur ákveðið að lengja fresti til að sækja um styrki úr sjóðunum sem veittir voru í fyrra um eitt ár til viðbótar.
11. febrúar 2021
Sema hjá Æskulýðsvettvanginum: Mæta ofbeldi með fræðslu
„Stundum greina börn frá ofbeldi og þá skiptir sköpum að rétt sé brugðist við, annars er hætta á að barnið vilji ekki segja aftur frá,“ segir Sema Erla Serdar hjá Æskulýðsvettvanginum. 112-Dagurinn er í dag en þar er sjónum beint að öryggi og velferð barna og ungmenna.