Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

22. júní 2020

Hildur Karen: Gott að undirbúa sig vel fyrir ársþing

„Þetta var mjög gott þing og allt gekk eins og í sögu,“ segir Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness (ÍA) um 76. ársþing bandalagsins sem haldið var á dögunum. Hildur segir galdurinn að halda gott þing að undirbúa það vel.

19. júní 2020

Guðrún Helga er nýr formaður USVH

Reimar Marteinsson hætti sem formaður Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga í síðustu viku eftir sex ára setu. Við formannsstólnum tók Guðrún Helga Magnúsdóttir. Hún er 23 ára, segir næstu skref að undirbúa bæjarhátíð og hvetja Húnvetninga til að taka þátt í Unglingalandsmóti á Selfossi.

16. júní 2020

Hulda á Þórshöfn: Gaman hvað margir tóku þátt í Hreyfivikunni

„Þetta var ótrúlega gaman. Ég bjóst við að litlir skólar úti á landi hefðu færri tækifæri en aðrir stærri og átti þess vegna alls ekki von á að við myndum vinna,“ segir Hulda Kristín Baldursdóttir, íþróttakennari við Grunnskóla Þórshafnar. Skólinn bar sigur úr býtum í Hreyfiviku UMFÍ.

12. júní 2020

Nemendum sem stunda íþróttir líður betur

Um 90% barna í hverjum árgangi fer í gegnum íþróttastarf með íþróttafélagi á einhverjum tímapunkti. „Þetta er ótrúlega hátt hlutfall. Ef ég væri forstjóri í fyrirtæki, þá væri ég stolt af þessum tölum,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu (R&G).

09. júní 2020

Unglingalandsmót UMFÍ verður á Selfossi

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina eins og stefnt var að. „Við erum afar ánægð að geta haldið Unglingalandsmótið. Það er fyrir öllu að yngri kynslóðin getur skemmt sér á heilbrigðan hátt í íþróttum um helgina,“ segir Þórir Haraldsson, formaður mótanefndar.

08. júní 2020

Lárus hjá Hamri: Viðburðir eins og Hengill Ultra hefur góð áhrif

„Íþróttaviðburðir eins og Hengill Ultra hafa líka alveg svakaleg áhrif í Hveragerði,“ segir Lárus Ingi Friðþjófsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hamars. Hann og um 30 aðrir voru sjálfboðaliðar við Hengil Ultra um helgina og var það liður í fjáröflun deildarinnar.

08. júní 2020

Ánægjuvogin 2020: Jákvæðar niðurstöður fyrir íþróttahreyfinguna

Ánægjuvogin 2020 er nú birt og eru niðurstöður jákvæðar fyrir íþróttahreyfinguna. Skýrslan er unnin fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) af Rannsóknum og greiningu, Niðurstöðurnar verða kynnt formlega föstudaginn 12. júní klukkan 10:00.

03. júní 2020

Brennibolti hápunktur Hreyfivikunnar á Djúpavogi

Ungmennafélagið Neisti á Djúpavogi var boðberi hreyfingar í Hreyfiviku UMFÍ. Þátttakan var mjög góð enda boðið upp á fjölbreytta hreyfingu sem allir í fjölskyldunni gátu verið með í. Þar á meðal var útiþrek í Hálsaskógi, myndakeppni, brennibolti og margt fleira.

03. júní 2020

Frábær Hreyfivika að baki

„Þetta var alveg frábær Hreyfivika UMFÍ og það var æðislegt að vera í samskiptum við boðbera hreyfingar um allt land sem stóðu fyrir heilum helling af viðburðum,“ segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ og verkefnastjóri Hreyfivikunnar.