Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

30. maí 2020

Sameina göngufólk og hjólreiðagarpa yfir Skarðsheiði í Hreyfiviku

„Við erum mjög spennt fyrir Hreyfivikunni. Hún verður með öðru sniði hjá okkur núna en undanfarin ár þar sem öll dagskráin verður utandyra en viðburðirnir eru fjölbreyttir. Við ætlum að hafa mjög gaman saman,“ segir Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri UMSB. Á morgun verður stærsti viðburðurinn.

29. maí 2020

Líf og fjör í Hreyfiviku UMFÍ á Reyðarfirði

Nemendur við Grunnskóla Reyðarfjarðar hafa tekið Hreyfiviku UMFÍ með trompi í vikunni, farið í fjallgöngur og brennibolta. Hreyfivikan hófst mánudaginn 25. maí og stendur til sunnudagsins 31. maí. Anna María Skrodzka, íþróttakennari skólans, skipulagði Hreyfiviku skólans í þaula.

28. maí 2020

Sölvi, Hjálmar og Helgi ræddu um heilsuna hjá Þrótti

„Ef ég set líkama minn í mikið ójafnvægi oft á dag, þá er tómst mál að tala um gott andlegt jafnvægi,“ segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason í erindi sem hann hélt á fræðslukvöldi Ungmennafélagsins Þróttar sem haldið var í Hreyfiviku UMFÍ á miðvikudagskvöld. Hreyfivikan er í fullum gangi.

28. maí 2020

Lilja hvetur íþrótta- og ungmennafélög til lestrarátaks í sumar

Formlegt sumarlestrarátak ungmennafélagsins Fjölnis hófst í gær, miðvikudaginn 27. maí. Í átakinu eru börn og ungmenni hvött til að lesa í sumar. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skorar á önnur íþróttafélög að gera slíkt hið sama og hvetja til iðkendur til bóklesturs í sumar.

27. maí 2020

Opnað fyrir umsóknir um sértæka styrki vegna COVID-19

Stjórnendur sambandsaðila UMFÍ og fleiri sem aðild eiga að UMFÍ og ÍSÍ og deildir innan íþróttafélaga geta nú sótt sótt um sérstaka styrki vegna fjárhagslegs tjóns af völdum kórónaveirunnar og áhrifa samkomubanns á rekstur viðkomandi félags. Þetta er hluti af aðgerð ríkisstjórnarinnar.

27. maí 2020

Nemendur í Hamraskóla skemmta sér í Hreyfiviku UMFÍ

Nemendur í Hamraskóla í Reykjavík skemmtu sér konunglega í Hreyfiviku UMFÍ. Þar á bæ er nú lokahnykkurinn á hefðbundinni kennslu í skólanum. Brennibolta sem er áskorun vikunnar eru notaðir í sundleikjum nemenda.

26. maí 2020

Kynnir strandblak í mígandi rigningu

Guðmundur Hauksson og blakarar skemmtu sér konunglega í mígandi rigningu á strandblakvellinum í Bæjargarðinum í Garðabæ síðdegis í gær. Guðmundur hafði skellt þar í kynningu á strandblaki í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ og ætlar að standa fyrir henni alla virka dagana vikunnar á milli klukkan 17-18.

24. maí 2020

Nemendur Dalskóla spenntir fyrir brennó í Hreyfiviku UMFÍ

„Nemendurnir okkar eru mjög spenntir fyrir Hreyfiviku UMFÍ, sérstaklega fyrir brennibolaleiknum og fótboltamótinu,‟ segir Ólafur Snorri Rafnsson, íþróttakennari við Dalskóla í Grafarholti. Skólinn tekur af krafti þátt í Hreyfiviku UMFÍ sem hefst á morgun og stendur til 31. maí.

22. maí 2020

Ljúfmennin spila bandý í Digranesi

Margir þekkja bandý sem eina af skemmtilegustu greinunum í skólaleikfiminni í grunnskóla. Bandý lifir enn góðu lífi um allt land. Anna Lea Friðriksdóttir hefur spilað bandý í Kópavogi í nokkur ár. „Það er stórkostlegt að æfa bandý og allir þar eru svo góðir vinir,“ segir hún.