Allar fréttir
31. október 2020
Stjórnvöld kynna aðgerðir til aðstoðar íþrótta- og æskulýðsfélögum
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Ásmundar Einars Daðasonar og Lilju D. Alfreðsdóttur um að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins og þeirrar röskunar sem þau hafa orðið fyrir vegna COVID-faraldursins.
31. október 2020
Sandra hjá Hamri: Gott fyrir félögin að fá stuðning
„Öll hjálp er vel þegin. Það er svo mikil óvissa. Því er gott fyrir félögin að fá allan þann stuðning sem býðst,‟ segir Sandra Björg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Hamars í Hveragerði, um aðgerðir stjórnvalda fyrir íþrótta- og æskulýðsfélög sem kynnt voru í dag.
31. október 2020
Jón Þór hjá Ármanni: Misjafnt hvenær tjónið kemur fram
Það verður því að útfæra stuðninginn með mismunandi hætti eftir deildum og greinum,‟ segir Jón Þór Ólason, framkvæmdastjóri Glímufélagsins Ármanns í Reykjavík, spurður hvernig honum lýst á aðgerðir stjórnvalda fyrir íþrótta- og æskulýðsfélög sem kynnt voru í dag.
30. október 2020
UMFÍ gefur út ítarlegt minnisblað um áhrif COVID á íþróttastarf og tillögur
Stjórnendur innan UMFÍ segja faraldurinn hafa neikvæð áhrif á íþróttastarf. Áhyggjur eru af fækkun barna í skipulögðu starfi. UMFÍ hefur af þeim sökum tekið saman minnisblað með yfirliti um áhrifin og helstu áskoranir ásamt tillögum að því sem þarf að gera. Stjórnvöld eru með tillögurnar.
30. október 2020
Íþróttastarf fellur niður og sundlaugar loka til 17. nóvember
Íþróttastarf verður óheimilt og sundlaugum lokað um allt land næstu 2-3 vikurnar eða til 17. nóvember, samkvæmt nýjum hertum sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Forsætisráðherra segir smit í samfélaginu enn mjög mikið.
29. október 2020
Sambandsráðsfundur UMFÍ í fyrsta sinn með rafrænum hætti
Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, segir viðbúið að COVID-19 muni lita allt íþrótta- og æskulýðsstarf fram á næsta ár. Sambandsráðsfundur UMFÍ fer fram síðdegis í dag. Fundurinn verður í fyrsta sinn haldinn með rafrænum hætti og munu tæplega 60 fulltrúar UMFÍ sitja hann. Kosið verður á netinu.
29. október 2020
UÍA og íþróttafélagið Höttur fá Hvatningarverðlaun UMFÍ
Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) hlaut í dag hvatningarverðlaun UMFÍ fyrir vel heppnað nýtt íþróttahús Íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum. Sprettur sporlangi afhengi Davíð Þór Sigurðarsyni, formanni Hattar, verðlaunin á rafrænum sambandsráðsfundi UMFÍ sem fram fór á Netinu í dag.
29. október 2020
Haukur Valtýsson: Búumst við því að veiran trufli okkur fram á næsta ár
„COVID-faraldurinn hefur truflað allt íþrótta- og æskulýðsstarf á árinu. Þessi veira er óútreiknanleg. En við þurfum því miður að búast við því að þessi veirufjári geti truflað líf okkar fram á næsta ár,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Hann hélt ávarp á sambandsráðsfundi UMFÍ.
28. október 2020
Kolbrún hvetur fólk til að hvetja aðra
„Ég fékk hugmyndina þegar ég var að vinna úti í garði með manninum mínum í síðustu viku. Þetta er algjörlega rétti tíminn til að skora á aðra að hreyfa sig og huga að andlegu og líkamlegu heilbrigði síns og annarra,“ segir Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, forsprakki átaksverkefnisins #HVETJA.