Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

04. febrúar 2020

Námskeið í barnavernd

Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau fyrir þau félagasamtök sem saman mynda vettvanginn og aðra áhugasama. Námskeiðið er byggt á efni samnefndrar bókar og fjallar um hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum

04. febrúar 2020

Skoði breytingu á skattalegu umhverfi íþrótta- og ungmennafélaga

Tækifæri eru til að útvíkka skattalega hvata gefenda til lögaðila sem starfa að almannaheillum í þriðja geiranum og fleiri skattalega þætti, samkvæmt tillögum starfshóps. Þetta á m.a. við um skattalegt umhverfi íþrótta- og ungmennafélaga.

03. febrúar 2020

Nýtt íþróttahús tekið í notkun á 85 ára afmæli UMFG

„Afmælið gekk mjög vel og nýja íþróttahúsið bætir alla aðstöðu til muna,“ segir Bjarni Már Svavarsson, formaður Ungmennafélags Grindavíkur (UMFG). Félagið var stofnað árið 1935 og fagnaði 85 ára afmæli í gær.

31. janúar 2020

Stefnir í frábært Landsmót UMFÍ 50+ í Borgarnesi

„Allir geta treyst því að þetta verður skemmtilegt mót,“ segir Bragi Þór Svavarsson, sambandsstjóri UMSB. Hann skrifaði í dag undir samning um Landsmót UMFÍ 50+ sem verður í Borgarnesi í júní með þeim Hauki Valtýssyni, formanni UMFÍ, og Lilju Björg Ágústsdóttur, settum sveitarstjóra í Borgarbyggð.

28. janúar 2020

Ásmundur Einar kynnir sér starfsemi UMFÍ

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kom í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ í Sigtúni í Reykjavík í hádeginu í dag. Þar fékk hann kynningu á starfi, helstu verkefnum og áherslum UMFÍ. Ásmundur fór jafnframt yfir áherslur ráðuneytisins sem varða börn og ungmenni.

27. janúar 2020

Hádegisfundur - aukin þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna

Opinn hádegisfundur um aukna þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna fer fram nk. miðvikudag kl. 12:10 - 13:00 í E- sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.

24. janúar 2020

Skemmtisólarhringur Ungmennaráðs UMFÍ

Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir svokölluðum Skemmtisólarhring fyrir ungmenni á aldrinum 16 - 25 ára dagana 7. - 8. febrúar nk.

21. janúar 2020

Fullt á ráðstefnuna Jafnrétti barna og unglinga í íþróttum

Fullt er á ráðstefnuna Jafnrétti barna og unglinga í íþróttum sem haldin er á Reykjavíkurleikunum. Svo mikill áhugi reyndist á henni að lokað var fyrir skráningu í dag. Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 23. janúar í Laugardagshöll. UMFÍ stendur að ráðstefnunni með ÍBR, ÍSÍ og Háskólanum í Reykjavík.

20. janúar 2020

Veiga Grétarsdóttir: Líf mitt sem kona er rétt að byrja

Íþrótta- og ungmennafélög standa frammi fyrir ýmiss konar áskorunum til að gera iðkendum sínum kleift að njóta þess að stunda íþróttir. Veiga Grétarsdóttir, formaður Siglingaklúbbsins Sæfara á Ísafirði, ræðir hér um kynleiðréttingarferlið og hvernig það er að fara úr karlaklefanum í kvennaklefann.