Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

17. janúar 2020

Ungmennabúðir UMFÍ fagna 15 ára afmæli

Ungmennabúðir UMFÍ fagna 15 ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins opna Ungmennabúðirnar dyr sínar fyrir gestum og gangandi sem vilja kynna sér starfið á Laugarvatni. Skemmtileg dagskrá verður fyrir alla fjölskylduna frá klukkan 13:00 – 18:00 á Laugarvatni,

16. janúar 2020

Verndum þau

Námskeið fyrir starfsfólk íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar um barnavernd fer fram 22. janúar nk.

16. janúar 2020

Sigmar er verkefnastjóri Íþróttaveislu UMFÍ

„Þetta verður heljarinnar veisla!“ segir Sigmar Sigurðarson, sem nýverið var ráðinn í starf verkefnastjóra Íþróttaveislu UMFÍ á skrifstofu Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK). Sigmar starfaði áður sem markaðs- og viðburðastjóri hjá íþróttafélaginu Breiðabliki í Kópavogi.

13. janúar 2020

Skrifað undir samning við Domus Mentis

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skrifaði í dag undir samstarfssamning við Domus Mentis - Geðheilsustöð í tengslum við stöðu samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Framkvæmdastjóri UMFÍ og fleiri úr starfshópi málsins voru viðstaddir undirritunina.

10. janúar 2020

Minningarorð um Vilhjálm Einarsson

Í dag fylgjum við Vilhjálmi Einarssyni síðasta spölinn. Vilhjálmur bar ungmennafélagsandann í hjarta sér alla tíð, alveg frá barnæsku og fram á síðasta dag. Vilhjálmur, eins og reyndar við öll í ungmennafélagshreyfingunni – eigum það sameiginlegt að hvetja til heilbrigðs lífsstíls og þátttöku.

08. janúar 2020

UMFÍ og ÍBR hlutu styrk frá Erasmus+

Verkefni UMFÍ og ÍBR voru á meðal þeirra sextán verkefna sem hlutu styrk úr október umsóknarfresti 2019 hjá Erasmus + áætluninni. UMFÍ hlaut styrk fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fram fer 1. – 3. apríl næstkomandi.

08. janúar 2020

Bjarki lærði að hlakka til keppnisdaganna

Andlegi þátturinn í þjálfun skiptir sköpum við æfingar í íþróttum. Golfarinn Bjarki Pétursson átti mjög oft erfitt uppdráttar dagana fyrir keppni þegar hann var yngri, varð oft flökurt fyrir keppnisdaga og svaf lítið sem ekkert. Hann leitaði til andlegs þjálfara. Það skilaði honum góðum árangri.

06. janúar 2020

Rafíþróttir hasla sér víða völl

Íþrótta- og ungmennafélög hafa í auknum mæli tekið að bjóða upp á rafíþróttir í starfi sínu. Þau eru mislangt komin á þeirri leið. En hvaða félög eru að innleiða rafíþróttir, hvernig á að fara að því og er þetta gott fyrir börn?  Hér er skoðað hvernig stjórnendur félaganna geta gert það.

29. desember 2019

Vilhjálmur Einarsson látinn

Íþróttakappinn Vilhjálmur Einarsson lést á Landspítalanum laugardaginn 28. desember. Hann var 85 ára. Vilhjálmur er meðal þekktustu íþróttamanna Íslands og var meðal annars formaður Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB).