Allar fréttir

28. mars 2025
Vel heppnað málþing um íþróttaiðkun barna með fatlanir
„Við fundum það vel hjá fundargestum að vilji er til að vinna betur saman að framtíðarsýn sem felur í sér samvinnu íþróttafélaga, skóla og sveitarfélaga,“ segir Sigurður Friðrik Gunnarsson um málþing um íþróttaiðkun barna með fatlanir.

25. mars 2025
Opið fyrir umsóknir í sjóði UMFÍ
Búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ og Umhverfissjóð UMFÍ. Sjóðirnir gagnast afar vel þeim sem leita eftir stuðningi við félags- og íþróttastarf hreyfingarinnar og umhverfisverkefni.

24. mars 2025
Erla hlaut hvatningarverðlaun USAH
Stjórnarfólki var fækkað um tvö á ársþingi Ungmennasambands Austur-Húnvetninga (USAH) sem fram fór um miðjan mars. Horft er til þess að auðveldara verði að manna stjórn USAH í kjölfar breytingarinnar.

24. mars 2025
Ásgeir, Níels, Pétur og Ragnheiður sæmd starfsmerki UMFÍ
Ásgeir Baldurs, Níels Einarsson, Pétur Hrafn Sigurðsson og Ragnheiður M. Ólafsdóttir voru sæmd starfsmerki UMFÍ á ársþingi UMSK á laugardag. Fjöldi viðurkenninga var afhentur á þinginu.

21. mars 2025
Börn tóku skóflustungu að íþróttahúsi í Borgarnesi
„Við vitum að lífsgæði okkar felast í því að byggja upp samfélag sem býður fólki upp á góða íþróttaaðstöðu,“ sagði Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð, við skóflustungu nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi.

20. mars 2025
Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar úthlutar í fyrsta skipti
Þrjátíu verkefni um allt land hljóta styrki upp á samtals 20,3 milljónir króna úr Hvatasjóði íþróttahreyfingarinnar. Þetta var í fyrsta skiptið sem veitt er úr sjóðnum, sem styrkir verkefni sem stuðla eiga að útbreiðslu íþróttastarfs og þátttöku allra barna á Íslandi.

18. mars 2025
Ísafjarðarbær tekur upp frístundastyrki
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að taka upp frístundastyrk fyrir börn í 5.–10. bekk, sem eru með lögheimili í Ísafjarðarbæ. Allt skipulagt íþrótta-, lista- eða tómstundastarf undir leiðsögn sem er 18 ára og eldri er styrkhæft.

14. mars 2025
Þótti sjúklega gaman að kynna UMFÍ
„Þetta gekk mjög vel og var stórskemmtilegt,“ segir Ernir Daði Sigurðsson, nemandi við Menntaskóla Borgarfjarðar. Hann á líka sæti í Ungmennaráði UMFÍ og kynnti starf UMFÍ, ungmennaráðið og Unglingalandsmót UMFÍ ásamt öðrum viðburðum á opnum degi í Lífsnámsviku menntaskólans.

08. mars 2025
Vel sótt ráðstefna um konur og íþróttir
Þátttakendur voru duglegir að spyrja krefjandi og góðra spurninga á ráðstefnunni Konur og íþróttir, sem fram fór í gær. Ráðstefnan var vel sótt bæði í Háskólanum í Reykjavík og í beinu streymi.