Allar fréttir

05. febrúar 2025
Þorgerður er nýr formaður UMSE
„Það er nóg að gera. Þetta hefðbundna er fram undan, ársþing og fleira,“ segir Þorgerður Guðmundsdóttir, sem í gærkvöldi tók við sem formaður UMSE. Þorgerður tók við af Sigurði Eiríkssyni, sem hefur verið formaður frá árinu 2018.

04. febrúar 2025
Ert þú næsti verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ?
UMFÍ óskar eftir að ráða verkefnastjóra Unglingalandsmóts UMFÍ í tímabundið starf. Mótið verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Starfið felur í sér vinnu við undirbúning og framkvæmd mótsins með öflugum hópi fólks á Austurlandi.

03. febrúar 2025
Ráðdeild í rekstri birtist í nýjum framkvæmdastjóra
Bjarki Eiríksson var í haust ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Heklu á Suðurlandi. Mikið hefur verið að gerast í félaginu, nýir samningar við samstarfsaðila gerðir og greinum fjölgað.

28. janúar 2025
Erla: Ferðakostnaður er áskorun fyrir íþróttafólk
„Ein af okkar helstu áskorunum er ferðakostnaðurinn sem fylgir íþróttaiðkun. Það er ósanngjarnt að lið sæki um styrki og þeir fari meira og minna allir í ferðakostnað,“ segir Erla Gunnlaugsdóttir, svæðisfulltrúi annar tveggja svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna á Austurlandi.

27. janúar 2025
Bjuggu til áfanga um störf sjálfboðaliða
„Þessi fyrsta kennslustund gekk mjög vel,“ segir Álfheiður Sverrisdóttir, svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Vesturlandi. Hún og Heiðar Mar Björnsson, samstarfsfélagi hennar, hófu í síðustu viku kennslu í áfanga um störf sjálfboðaliða við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

24. janúar 2025
Tækifæri geta falist í sameiningu félaga
Íþróttahéruð landsins eru misvirk og misburðug, sum geysistór með starfsmenn í fullu starfi en önnur ekkert starfsfólk. Þetta er á meðal þess sem fram kom í kynningu svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna í vikunni.

22. janúar 2025
Fullt á ráðstefnu um afreksmál
Mikil ánægja var með ráðstefnu þar sem rætt var um afreksmál barna og ungmenna. Öðru fremur vilja þátttakendur á ráðstefnunni hittast oftar og fræðast meira fremur en að vera hver í sínu horni. Uppselt var á ráðstefnuna og horfðu margir á í streymi.

21. janúar 2025
Þóra: Árangur svæðisstöðvanna skýrist af samvinnu
Þóra Pétursdóttir er er í hópi sextán svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna sem tóku til starfa á síðasta ári. Hún vinnur á Norðurlandi eystra og segir hópinn samansettan af metnaðarfullu fólki.

20. janúar 2025
Upplýsandi formannafundur HSK
Betra er að vera búinn að skrá félagið á Almannaheillaskrá Skattsins. Það eykur líkurnar á stuðningi, að sögn Helga S. Haraldssonar, varaformanns Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK). Hann var með erindi um málið á formannafundi HSK.