Allar fréttir
08. janúar 2020
UMFÍ og ÍBR hlutu styrk frá Erasmus+
Verkefni UMFÍ og ÍBR voru á meðal þeirra sextán verkefna sem hlutu styrk úr október umsóknarfresti 2019 hjá Erasmus + áætluninni. UMFÍ hlaut styrk fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fram fer 1. – 3. apríl næstkomandi.
08. janúar 2020
Bjarki lærði að hlakka til keppnisdaganna
Andlegi þátturinn í þjálfun skiptir sköpum við æfingar í íþróttum. Golfarinn Bjarki Pétursson átti mjög oft erfitt uppdráttar dagana fyrir keppni þegar hann var yngri, varð oft flökurt fyrir keppnisdaga og svaf lítið sem ekkert. Hann leitaði til andlegs þjálfara. Það skilaði honum góðum árangri.
06. janúar 2020
Rafíþróttir hasla sér víða völl
Íþrótta- og ungmennafélög hafa í auknum mæli tekið að bjóða upp á rafíþróttir í starfi sínu. Þau eru mislangt komin á þeirri leið. En hvaða félög eru að innleiða rafíþróttir, hvernig á að fara að því og er þetta gott fyrir börn? Hér er skoðað hvernig stjórnendur félaganna geta gert það.
29. desember 2019
Vilhjálmur Einarsson látinn
Íþróttakappinn Vilhjálmur Einarsson lést á Landspítalanum laugardaginn 28. desember. Hann var 85 ára. Vilhjálmur er meðal þekktustu íþróttamanna Íslands og var meðal annars formaður Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB).
28. desember 2019
Sakavottorð verði skráð rafrænt snemma árs 2020
Stefnt er að því að skráning sakavottorða verði rafræn snemma árs 2020. Framkvæmdastjóri UMFÍ segir um stórkostlegt framfaraskref að ræða sem auki mikið öryggi iðkenda.
23. desember 2019
UMFÍ þakkar gott og gæfuríkt samstarf á árinu 2019
Árið 2019 var einkar viðburðaríkt og skemmtilegt. UMFÍ-fjölskyldan stækkaði heilmikið í október. Við fögnum nýju fólki úr Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR), Íþróttabandalagi Akureyrar (ÍBA) og Íþróttabandalagi Akraness (ÍA) og hlökkum til komandi ára. Saman verðum við öll betri!
20. desember 2019
Júlían kraftlyftingamaður: Stuðningur fjölskyldunnar skiptir öllu máli
„Ég bý svo vel að því að mamma hefur fylgst með öllu sem ég geri og hún hefur alltaf stutt mig í því sem ég tek mér fyrir hendur. Nú gerir Ellen, kærastan mín það líka,“ segir kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson. Hann og Margrét Lára Viðarsdóttir eru íþróttafólk Reykjavíkur.
20. desember 2019
Margrét Lára: Elísabet Gunnarsdóttir hefur haft mest allra þjálfara áhrif á mig
„Það er erfitt að gera upp á milli þjálfara. En Elísabet Gunnarsdóttir hefur haft mest allra þjálfara áhrif á mig,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona og knattspyrnukona úr Val. Hún og Júlían J. K. Jóhannsson eru íþróttafólk Reykjavíkur.
06. desember 2019
Nýtt Ungmennaráð UMFÍ tekið við
Nýtt Ungmennaráð UMFÍ kom saman í fyrsta sinn í þjónustumiðstöð UMFÍ í gærkvöldi. Ráðið er skipað tíu ungmennum á aldrinum 16 – 25 ára og koma þau víðs vegar af landinu. Hlutverk ráðsins er m.a. að fara með mál og verkefni í umboði stjórnar UMFÍ og vera ungmennafélagshreyfingunni til ráðgjafar.