Allar fréttir
10. október 2019
Sigga Lára hjá HSV: Fólkið og félagsskapurinn stendur upp úr
Annar hlaðvarpsþáttur verkefnisins Sýnum karakter er kominn í loftið. Þar er rætt við Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga - HSV.
09. október 2019
Sambandsþing UMFÍ 2019 haldið að Laugarbakka
51. sambandsþing UMFÍ verður haldið að Laugarbakka í Miðfirði dagana 11.-13. október. Sambandsþing UMFÍ er haldið annað hvert ár og er það æðsta vald í málefnum UMFÍ. Það sitja stjórn UMFÍ, fulltrúar allra sambandsaðila UMFÍ, héraðssambandanna 18 og félaganna 11 sem eru með beina aðild að UMFÍ.
09. október 2019
UMFÍ verður öflugra landssamband
Tillaga um aðild íþróttabandalaga að UMFÍ verður á dagskrá sambandsþings UMFÍ um helgina. Guðmundur Sigurbergsson, formaður vinnuhóps um aðildina, segir það stórt framfaraskref og í samræmi við stefnu UMFÍ um að allir séu með. Aðild íþróttabandalaga geti styrkt UMFÍ gríðarlega mikið.
08. október 2019
Ölli hjálpar börnum og ungmennum að stunda íþróttir
Minningarsjóður Ölla var stofnaður árið 2013, til minningar um körfuknattleiksmanninn Örlyg Aron Sturluson. Minningarsjóðurinn styrkir börn til íþróttaiðkunar sem eiga ekki kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna.
07. október 2019
Viðar Halldórsson: Íþróttafólk standi í lappirnar gegn óæskilegri hegðun
„Mútur eru að verða stór hluti af íþróttum, lyfjamisnotkun og hroki. Ég sé þá víða í fjölmiðlum,‟ segir félagsfræðingurinn dr. Viðar Halldórsson. Hann var á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnu Sýnum karakter í Háskólanum í Reykjavík á laugardag.
03. október 2019
Jóhanna Vigdís: Íþróttir eru sigurför fyrir sjálfsmyndina
„Íþróttaiðkun sonar okkar hefur ekki bara haft jákvæð áhrif á hann sjálfan heldur á alla fjölskylduna,“ segir fjölmiðlakonan Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, sem verður með erindi á ráðstefnu Sýnum karakter laugardaginn 5. október um íþróttir og mótafyrirkomulag.
02. október 2019
Forvarnardagurinn: „Þið eigið að geta sagt: nei ég drekk ekki.“
„Það er gott fyrir hvert bæjarfélag að hlúa vel að íþrótta- og tómstundastarfi. Við styrkjumst öll af því að eiga vini og gott félagsstarf,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann heimsótti Menntaskóla Borgarfjarðar og Varmárskóla í tilefni af Forvarnardeginum í dag.
02. október 2019
Brakandi ferskur Skinfaxi kominn út
Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, var að koma úr prentsmiðjunni. Blaðið er stútfullt af brakandi fersku efni úr ungmennafélagshreyfingunni. Hér er hægt að lesa allt blaðið.
01. október 2019
Sigurður frá UMSB með erindi á ráðstefnu Sýnum karakter
„Ég held að verkfærakista Sýnum karakter skili okkur betra fólki út í samfélagið. Ef vel tekst til fá krakkarnir betra sjálfstraust í íþróttum og læra að vinna með það,“ segir Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri UMSB. Hann verður með erindi um innleiðinguna á ráðstefnu Sýnum karakter á laugardag.