Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

30. október 2018

Nemendur fræddust um UMFÍ

Nemendur á íþróttafræði- og lýðheilsubraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) eru þessa dagana að kynna sér íþróttalífið, almenna hreyfingu og lýðheilsu frá ýmsum hliðum. Þau komu í dag ásamt kennara sínum í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ og fræddust um eitt og annað tengt UMFÍ.

26. október 2018

Viltu verða yfirþjálfari Íþróttaskóla HSV?

Stjórn Héraðssambands Vestfirðinga (HSV) auglýsir eftir yfirþjálfara Íþróttaskóla HSV í fullt starf. HSV er með starfssvæði í Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp og hefur 15 virk aðildarfélög innan sambandsins. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember næstkomandi.

23. október 2018

UMSK hlaut Hvatningarverðlaun UMFÍ 2018

Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UMSK (Ungmennasamband Kjlarnesþings), tók við Hvatningarverðlaunum UMFÍ fyrir hönd sambandsins á sambandsráðsfundi UMFÍ sem fram fór á Ísafirði á laugardag. Hvatningarverðlaunin hlýtur UMSK fyrir nýsköpun og nýjungar í starfi á undanförnum árum.

17. október 2018

Til hamingju Guðbjörg!

Guðbjörg Jóna Bjarna­dótt­ir náði þeim glæsilega árangri í gærkvöldi að verða ólymp­íu­meist­ari ung­menna í 200 metra hlaupi í Buenos Aires í Argentínu. UMFÍ óskar Guðbjörgu til hamingju með árangurinn á mótinu.

12. október 2018

Hvað er kynlíf og af hverju stundar fólk það?

Sextán ungmenni hvaðanæva að frá landinu hittust í þjónustumiðstöð UMFÍ síðdegis í dag og hlustuðu á kynfræðslu á vegum Ástráðs, félags læknanema. Fræðslan er liður í skemmtisólarhring Ungmennaráðs UMFÍ fyrir ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára.

05. október 2018

Allt á fullu fyrir mót UMFÍ árið 2019

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir Landsmót UMFÍ 50+ og Unglingalandsmót UMFÍ á næsta ári. Landsmót UMFÍ 50+ verður í Neskaupstað dagana 28. – 30. júní 2019 og Unglingalandsmótið 1. – 4. ágúst 2019 á Höfn í Hornafirði.

03. október 2018

Forvarnir virka best með fleiri gæðastundum fjölskyldunnar

Hinn árlegi Forvarnardagur fór fram í dag. Við það tækifæri heimsótti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nemendur við Menntaskólann í Harmahlíð og grunnskóla Grindavíkur og ræddi við þau um forvarnir. Nemendur í Grindavík mæla með því að fjölga gæðastundum fjölskyldunnar.

02. október 2018

Forsetinn og borgarstjóri ræddu um rafrettur og skaða lyfseðilsskyldra lyfja

Daglegar rafrettureykingar nemenda í 8. - 10. bekk grunnskólum á Íslandi hafa aukist um 200% á síðastliðnum tveimur árum og hafa nú þrefalt fleiri nemendur í þessum bekkjum notað rafrettur daglega. Nemendur í bekkjunum eru frá 13 til 16 ára.

01. október 2018

Fjölnir bætir við sig hokkídeild og listskautadeild

Á framhaldsaðalfundi Skautafélagsins Bjarnarins hefur verið samþykkt að ungmennafélagið Fjölnir taki yfir alla starfsemi frá deginum í dag. Í kjölfarið verða stofnaðar tvær deildir innan Fjölnis, hokkídeild og listskautadeild sem taka við starfi Bjarnarins.