Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

18. september 2018

Skyndiákvörðun sem breytti lífi Tómasar

Tónlistarmaðurinn Tómas Guðmundsson ákvað í bríaríi að skella sér í lýðháskóla á Sjálandi í Danmörku. Hann segist hafa lært mest á því að búa með öðrum sem séu í skóla til að læra um hugðarefni sín.

18. september 2018

Námskeið fyrir fólk í félagastjórnum

Starfar þú í stjórn einhverra félagasamtaka eða hefur áhuga á því en veist ekki alveg hvað starfið felur í sér? Ef svo er þá hvetur UMFÍ þig til þess að nýta þér þetta námskeið.

18. september 2018

Tveir nýir framkvæmdastjórar aðildarfélaga UMFÍ

Hanna Carla Jóhansdóttir og Jónas Halldór Friðriksson hafa nýverið tekið við störfum sem framkvæmdastjórar hjá aðildarfélögum UMFÍ. Hanna Carla er nýr framkvæmdastjóri HK í Kópavogi en Jónas Halldór hjá Völsungi á Húsavík.

10. september 2018

Hvaða breytingum kallar ungt fólk eftir í starfi íþrótta- og ungmennafélaga?

Ungt fólk telur nauðsynlegt að ræða ýmis mál sem flokkast til óþægilegra mála eða „tabúa“. Þau eru sammála um að jafningjafræðsla sé marktækasta leiðing og telja stutt myndbönd með húmor ná best til ungs fólks.

04. september 2018

Jóhann Pálmason sæmdur gullmerki UMFÍ á aldarafmæli UDN

„Afmælið okkar hefur gengið mjög vel og það er búið að vera gaman,“ segir Heiðrún Sandra Grettisdóttir, formaður Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN). Haldið var upp á aldarafmæli sambandsins í Búðardal á laugardag og var þar Jóhann Pálmason sæmdur gullmerki UMFÍ.

04. september 2018

Aukum þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi

UMFÍ vekur athygli á nýútkomnum bæklingi sem hefur það að markmiði að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Markhópur efnisins eru foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna.

30. ágúst 2018

Ertu á leið í lýðháskóla?

UMFÍ styrkir ungt fólk sem hyggur á nám í lýðháskólum í Danmörku. Umsóknarfrestur er til 15. september nk.

29. ágúst 2018

Ókeypis námskeið fyrir fólk í stjórnum félaga

Stjórnarfólki sambandsaðila UMFÍ gefst kostur á að sækja námskeið í félagastjórnun sem haldið verður á Akureyri föstudaginn 7. september. Námskeiðið er ókeypis og haldið á ráðstefnunni Lýsu, sem áður hét Fundur fólksins. Ráðstefnan verður haldin í menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

28. ágúst 2018

Fjárveitingar háðar því að félögin vinni eftir siðareglum og viðbragðsáætlunum

„Stóru félögin, á borð við Völsung, taka vel í að skilyrða sig til að fara eftir siðareglunum og kvitta upp á að óska eftir sakavottorðum fyrir þjálfara og annað starfsfólk. En þetta ferli getur verið erfiðara fyrir minni félög,“ segir íþrótta- og tómstundafulltrúinn Kjartan Páll Þórarinsson.