Allar fréttir
03. janúar 2019
Gott að leyfa fólki að koma og prófa nýjar greinar
Kristján G. Sigurðsson hjá bogfimideild Skotíþróttafélags Ísafjarðar segir það skipta miklu fyrir uppgang deildarinnar að leyfa fólki að koma og prófa. Skotíþróttafélagið hlaut á dögunum hvatningarverðlaun Ísafjarðarbæjar 2018 og var áherslan á öflugt starf bogfimideildarinnar.
02. janúar 2019
Iðkendum fjölgar gríðarlega í Eyjafjarðarsveit
Eftir að sveitarfélagið hóf að styrkja æfingar fólks í heimabyggð breyttust forsendur hjá Ungmennafélaginu Samherjum. Greinum fjölgaði og auðveldara varð að fá þjálfara. Formaður félagsins segir ungmennafélagsandann skila félaginu miklu.
21. desember 2018
Gleðileg jól frá UMFÍ
UMFÍ þakkar fyrir skemmtilega samveru og frábært samstarf á árinu. Árið sem er framundan verður vonandi jafn skemmtilegt og það sem nú er senn á enda. Við höfum búið til uppskrift ársins 2019 og vonumst til að sjá ykkur öll á viðburðum UMFÍ.
19. desember 2018
Jólagjöfin er á leiðinni til þín
Það er einskær gleði sem fylgir jólalestinni þetta árið. Stjórn UMFÍ hefur nefnilega ákveðið að greiða út til sambandsaðila sérstaka aukaúthlutun upp á 16 milljónir króna sem barst frá Íslenskri getspá.
12. desember 2018
Landsmótið verður aftur í júlí 2020
Stjórn UMFÍ hefur ákveðið að Landsmótið verði haldið á nýjan leik í júlí árið 2020. Það felur í sér að í upphafi árs 2019 verður skipuð nefnd sem mun hefja undirbúning Landsmótsins. Mikil ánægja var með mótið sem haldið var á Sauðárkróki í sumar.
10. desember 2018
Langar þig í lýðháskóla?
Langar þig í lýðháskóla? UMFÍ veitir þeim styrki sem langar til að sjóndeildarhring sinn og prófa eitthvað alveg nýtt og spennandi. Umsóknarfrestur til að sækja um styrk stendur út næsta mánuðinn en hann rennur út 10. janúar 2019. Tómas tónlistarmaður er einn þeirra sem skellti sér í lýðháskóla.
07. desember 2018
Kvitta undir Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði 2019
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina 2019. Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði, Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, og Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ, skrifuðu undir samstarfssamning þess efnis í dag.
04. desember 2018
Hvar verður Unglingalandsmót UMFÍ 2021 og 2022?
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) minnir á að sambandsaðilar UMFÍ hafa frest til 10. desember næstkomandi til að senda inn umsóknir um að taka að sér og halda 24. Unglingalandsmót UMFÍ 2021 og 25. Unglingalandsmóts UMFÍ 2022.
03. desember 2018
Funduðu um Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað
Nefnd um framkvæmd Landmóts UMFÍ 50+ fundaði á miðvikudag í síðustu viku um mótið í félagshúsi Þróttar í Mýrinni í Neskaupstað. Þetta var fyrsti fundur nefndarinnar.