Allar fréttir
12. nóvember 2018
Ráðherra frá Eistlandi fræðist um UMFÍ
Indrek Saar, menntamálaráðherra Eistlands, fundaði með Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, í dag. Hún fræddi hann um UMFÍ og stöðu UMFÍ og ungmennafélaganna í íþróttalífi Íslendinga. Saar var sérstaklega áhugasamur um áskorarnir sem íþróttafélögin standa frammi fyrir á næstu árum.
08. nóvember 2018
Alþjóðlegur dagur gegn einelti
Alþjóðlegur dagur gegn einelti er í dag. Þetta er áttunda árið sem dagurinn er helgaður baráttunni gegn einelti. UMFÍ leggur sitt af mörkum til að bæta samfélagið með jákvæðum samskiptum.
07. nóvember 2018
Meiriháttar fræðslufundur UMSS í Miðgarði
Fræðslufundur Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) var haldinn í fyrsta sinn í Miðgarði í Varmahlíð í gærkvöldi. Fundargestir voru svo ánægðir að líklegt er að hann verði framvegis haldinn á hverju ári í formi Fræðsludags UMSS.
06. nóvember 2018
Fræðslu- og verkefnasjóður úthlutar tæpum 7,5 milljónum króna
Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ hefur úthluta tæpum 7,5 milljónum króna til rúmlega 100 verkefna. Talsverð eftirspurn var eftir styrkjum úr sjóðnum en umsóknir bárust fyrir styrkjum upp á rétt tæpar 20 milljónir króna. Með úthlutuninni nú hefur sjóðurinn veitt rúmar 16,2 milljónir króna í styrki
05. nóvember 2018
Menntamálaráðherra heimsótti þjónustumiðstöð UMFÍ
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, heimsótti þjónustumiðstöð UMFÍ á föstudag. Lilja skoðaði þjónustumiðstöðina og fræddi Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, og stjórn UMFÍ hana um UMFÍ og sambandsaðila UMFÍ um allt land.
02. nóvember 2018
Opna íþróttahallirnar fyrir alla
Unnið er meðvitað að því innan sænska íþróttafélagsins IF Brommapojkarna að opna félagið fyrir alla iðkendur og bjóða upp á æfingar fyrir bæði kynin. Þetta segir Charlotte Ovefelt, jafnréttisráðgjafa sænska íþróttafélagsins IF Brommapojkarna.
01. nóvember 2018
Uppselt á íþróttaráðstefnu Sýnum karakter
„Það er frábært að sjá hvað þjálfarar, fólk í stjórnum íþróttafélaga og íþróttafólk sýnir ráðstefnunni mikinn áhuga. Það sýnir að við erum á réttri leið og fólk vill fræðast um og innleiða jákvæða menningu í íþróttum. Alltaf er hægt að bæta gott starf,“ segir Ragnhildur Skúladóttir hjá ÍSÍ.
31. október 2018
Góð tengsl urðu til á viðburði aðildarfélaga Almannaheilla
UMFÍ - Ungmennafélag Íslands efndi í dag til hádegisheimsóknar stjórnenda og starfsfólks aðildarfélaga Almannaheilla í þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík. Dagskráin var óformleg enda var markmiðið með viðburðinum að styrkja tengsl aðildarfélaga Almannaheilla og búa til samræðuvettvang.
30. október 2018
Nemendur fræddust um UMFÍ
Nemendur á íþróttafræði- og lýðheilsubraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) eru þessa dagana að kynna sér íþróttalífið, almenna hreyfingu og lýðheilsu frá ýmsum hliðum. Þau komu í dag ásamt kennara sínum í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ og fræddust um eitt og annað tengt UMFÍ.