Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

17. ágúst 2017

Vinnan fyrir UÍA sú skemmtilegasta

Sigurður Arnar Jónsson er mikill ungmennafélagsmaður. Hann er forstjóri fyrirtækisins Motus ehf sem styrkti komu danska fimleikahópsins Motus Teeterboard til að koma á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum.

08. ágúst 2017

UMSS hlaut fyrirmyndarbikar UMFÍ

Thelma Knútsdóttir, framkvæmdastjóri UMSS, tók við Fyrirmyndarbikarnum fyrir hönd UMSS við slit Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum.

06. ágúst 2017

Sigmari finnst frábært að vera sjálfboðaliði

„Ég hef ekki verið sjálfboðaliði á Unglingalandsmóti áður en mun eflaust gera það næstu árin. Þetta er frábært,“ segir Sigmar Vilhjálmsson. Hann var sjálfboðaliði á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum 2017.

06. ágúst 2017

Gullpíurnar og Austur með gull í fimleikalífi

Keppni í fimleikalífi fór fram í gær. Níu lið mættu til keppni og voru með skemmtileg atriði sem gaman var að fylgjast með og áttu dómarar erfitt verk fyrir höndum að dæma þessa hæfileikaríku krakka. Það voru Gullpíur frá HSK og Austur frá UÍA sem voru í gullhópi Fimleikalífs.

05. ágúst 2017

„Aðrir að koma til hjálpar án þess að telja það eftir sér“

„Við skulum halda í ungmennafélagsandann eina og sanna, ræktun lýðs og lands. Það er svo mikilvægt að setja sér markmið og vinna saman, ekki bara í íþróttum heldur lífinu öllu,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands., við setningu Unglingalandsmóts UMFÍ á Egilsstöðum.

05. ágúst 2017

Ívar Ingimarsson dæmir á Unglingalandsmóti

Mikill fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum. Þar á meðal eru þeir Ívar Ingimarsson og Guðgeir Sigurjónsson, leikmaður Hattar á Egilsstöðum. Það er gaman að fá svona reynslubolta sem sjálfboðaliða á Unglingalandsmót UMFÍ.

05. ágúst 2017

Lögreglan hefur ekkert að gera á Egilsstöðum

Gestir og þátttakendur Unglingalandsmóts UMFÍ eru til fyrirmyndar. Lögreglan hefur ekki orðið vör við nein vandræði. Ekki hefur verið vart við ölvun, enginn hefur verið handtekinn, enginn gist fangageymslur og enginn til vandræða.

05. ágúst 2017

Elva Dögg í fyrsta sæti í skotfimi

Elva Dögg Ingvarsdóttir bar sigur úr býtum í keppni í skotfimi á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum í gær. Elva Dögg er 15 ára og næstyngsti keppandinn í skotfimi af þeim sex sem þátt tóku í greininni. Elva Dögg er lengst til vinstri á myndinni.

05. ágúst 2017

Keppt í bogfimi í dag

Keppt verður í bogfimi í reiðhöllinni á Iðavöllum í dag, laugardag, á milli klukkan 16:00 til 18:00. Keppendur í bogfimi þurfa að mæta með sinn eigin boga. Á morgun, sunnudaginn 6. ágúst, verður svo kennsla á milli klukkan 13:00 til 16:00 við Skattstofuna gegnt Egilsstaðastofu.