Allar fréttir

15. júní 2017
Keppt í bókakasti í Hveragerði
Forstöðumaður Bókasafns Hveragerðis tryggir afskrifuðum bókum skemmtilegt framhaldslíf. „Okkur langaði til að halda skemmtilega keppni með bókum samhliða Landsmóti UMFÍ 50+ í Hveragerði og Jónsmessunni,“ segir Hlíf Sigríður Arndal, forstöðumaður Bókasafnsins í Hveragerði.

13. júní 2017
Nýir lýðheilsuvísar frá Embætti landlæknis
Embætti landlæknis gaf út uppfærða lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum í gær. Þetta er í annað sinn sem embættið birtir lýðheilsuvísana. Stefnt er að því að gera öllum kleift að fylgjast með stöðu og þróun lýðheilsu á netinu í framtíðinni.

12. júní 2017
Ekki missa af skemmtikvöldinu í Hveragerði
Búast má við heljarinnar fjöri á laugarkvöldinu á Landsmóti UMFÍ 50+ laugardaginn 24. júní. Veislustjóri kvöldsins verður Hjörtur Benediktsson og mun hljómsveitin Pass leika fyrir dansi. Ekki er útilokað að fleiri komi fram á skemmtuninni.

08. júní 2017
Aldís er spennt fyrir Landsmóti UMFÍ 50+
Bæjarstjórinn Aldís Hafsteinsdóttir segir Hvergerðinga hlakka mikið til landsmóts UMFÍ 50+ undir lok mánaðar. Hún gerir ráð fyrir miklum mannfjölda í bænum enda margt á boðstólnum fyrir iðkendur jafnt sem áhorfendur.

06. júní 2017
Rangæingar syntu mest í sundkeppni sveitarfélaga
Metþátttaka var í Hreyfiviku UMFÍ sem fram fór dagana 29. maí til 4. júní. Í ár stóðu boðberar hreyfingar í Hreyfivikunni fyrir 490 viðburðum í 60 bæjarfélögum um allt land og tók 43.000 manns þátt í viðburðunum. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri.

02. júní 2017
Stuð í sundpartýi á Sauðárkróki
„Sundpartýið tókst mjög vel. Það sló í gegn bæði hjá sundiðkendum og almenningi í sundlaug Sauðárkróks. Við gerum þetta örugglega aftur,“ segir Þorgerður Eva Þórhallsdóttir, sundþjálfari og formaður sunddeildar Tindastóls.

31. maí 2017
Opnað fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+ 1. júní
Nú styttist heldur betur í Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði, sem verður dagana 23.-25. júní. Ertu tilbúin/n? Opnað verður fyrir skráningu á morgun, 1. júní.

31. maí 2017
Sundkeppni sveitarfélaga fer vel af stað
Rangárþing ytra situr í efsta sætinu í Sundkeppni sveitarfélaga eftir tvo daga en sveitarfélagið á tvöfaldan titil að verja frá 2015 og 2016. Nágranna sveitarfélagið Rangárþing eystra er komið upp í annað sætið og Snæfellsbær, sem kemur inn nýtt í ár, er í þriðja sætinu sem stendur.

10. maí 2017
Eru tryggingamálin í lagi hjá þínu íþróttafélagi?
Sunnudagurinn byrjaði með keppni í þríþraut og þrekkeppni, badminton og fuglagreiningu, að ótöldu stígvélakastinu.