Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

27. mars 2023

Þröstur sæmdur gullmerki

Þröstur Guðnason, formaður Ungmennafélagsins Ingólfs í Holtum var sæmdur gullmerki Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) á héraðsþingi sambandsins á fimmtudag í síðustu viku. Hann hlaut jafnframt starfsmerki UMFÍ. Bjarni Jóhannsson úr Golfklúbbi Hellu var á sama tíma sæmdur starfsmerki UMFÍ fyrir stör

27. mars 2023

Hvernig tekur félagið þitt á móti börnum af erlendum uppruna?

Á miðvikudaginn fer fram námskeið um inngildingu og fjölmenningu í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Aðgangur er frír og námskeiðið opið öllum. UMFÍ hvetur þjálfara og forsvarsfólk íþróttafélaga til þátttöku.

24. mars 2023

Hrafnhildur sæmd Gullmerki UMFÍ í Skagafirði

Hrafnhildur Pétursdóttir var veitt Gullmerki UMFÍ á 103. ársþingi Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS), sem fram fór í vikunni. Gullmerkið fékk Hrafnhildur fyrir óeigingjarnt starf sem sjálfboðaliði og sinnir hún því enn af krafti. Á þinginu var skrifað undir samning um Unglingalandsmót UMFÍ.

23. mars 2023

Kynning á lýðháskóla í Sønderborg

Mánudaginn 27. mars fer fram opinn kynningarfundur um lýðháskólann í Sønderborg í Danmörku í þjónustumiðstöð UMFÍ.

23. mars 2023

Sara í Ungmennaráði UMFÍ: Fullt af geggjuðum tækifærum

„Mér finnst ótrúlega gaman í Ungmennaráðinu, er búin að kynnast þar frábæru fólki og fá fullt af geggjuðum tækifærum,” segir Sara J. Geirsdóttir. Hún á sæti í Ungmennaráði UMFÍ sem fundaði í fyrsta sinn í nýrri þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík í gær.

22. mars 2023

Þróttur Vogum heldur Landsmót UMFÍ 50+ árið 2024

„Við erum gríðarlega stolt og hamingjusöm yfir því að okkur er treyst fyrir þessu stóra verkefni,“ segir Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum en stjórn UMFÍ ákvað á fundi sínum á föstudag að úthluta Landsmóti UMFÍ 50+ til Þróttar árið 2024.

21. mars 2023

UMFÍ hættir starfsemi Ungmennabúða á Laugarvatni

Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að hætta starfsemi Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni. Nú vinnur starfsfólk UMFÍ að því að upplýsa skólastjórnendur um allt land um ákvörðunina. UMFÍ eru starfrækt Ungmennabúðir á Laugarvatni frá árinu 2019.

20. mars 2023

Ylva er nýr formaður NordUng

Ylva Sóley Jóhanna Þórsdóttir Planman var á laugardag kjörin formaður norrænu ungmennasamtakanna Nordisk Ungdomsorganisation - NordUng. Hún tekur við af Rene Lauritsen frá Danmörku. Ylva er fyrsta konan í formannsstóli NordUng síðan Anna Ragnheiður Möller var formaður sömu samtaka árin 2002-2012.

13. mars 2023

Gera gott starf enn betra

„Þetta er hæsta upphæð sem við höfum greitt út til aðildarfélaga UMFÍ og nýtist til að bæta hreyfinguna fyrir alla,“ segir Sigurður Óskar Jónsson, formaður Sjóða- og fræðslunefndar, sem jafnframt er stjórn Fræðslu- og verkefnasjóðs UMFÍ. Fljótlega verður opnað fyrir umsóknir í sjóðinn.