Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

23. desember 2022

UMFÍ greiðir út rúmar 30 milljónir króna

Íslensk getspá hefur grétt eigendum sínum 250 milljónir króna í aukagreiðslu vegna góðs árangurs af lottóspili á árinu. UMFÍ á 13,33% í Íslenskri getspá og fékk um 33 milljónir króna. Upphæðin var lögð inn á reikninga sambandsaðila UMFÍ í vikunni.

15. desember 2022

Samstarf þriggja ráðuneyta og íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar

Þeir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um verkefnið „Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið“.

13. desember 2022

Greiða metupphæð til aðildarfélaga UMFÍ

„Þetta er hæsta upphæð sem við höfum greitt út til aðildarfélaga UMFÍ,“ segir Sigurður Óskar Jónsson, formaður Sjóða- og fræðslunefndar, sem jafnframt er stjórn Fræðslu- og verkefnasjóðs UMFÍ. Sjóðurinn úthlutaði á dögunum 14,2 milljónum króna til 105 verkefna.

13. desember 2022

Hafdís og Erlendur bætast í raðir ÍR

Breiðhyltingarnir og ÍR-ingarnir Hafdís Hansdóttir og Erlendur Ísfeld voru á dögunum ráðin til ÍR. Hafdís er nýr framkvæmdastjóri ÍR og Erlendur er nýr  íþróttastjóri félagsins.

09. desember 2022

Börn og foreldrar æfa karate

„Karatefélag Reykjavíkur er rekið af ungmennafélagsandanum. Við mælum ekki árangur okkar í Íslandsmeistaratitlum, heldur í brosum barnanna sem æfa hjá okkur,“ segir Gunnar Sigurðarson, formaður Karatefélags Reykjavíkur.

05. desember 2022

Til hamingju með daginn!

Í dag er Dagur sjálfboðaliðans. Upphaf dagsins má rekja aftur til ársins 1985 þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að 5. desember yrði Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða um alla heim. Í tilefni dagsins hefur mennta- og barnamálaráðuneytið skipulagt ráðstefnu þar sem fjallað verður um sjálfboðaliða.

01. desember 2022

Framhaldsskólanemendur kynna sér íþróttahreyfinguna

Rúmlega 20 nemendur við íþróttafræði- og lýðheilsubraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) heimsóttu Íþróttamiðstöðina í Reykjavík og kynntu sér starfsemi UMFÍ og ÍSÍ, íþróttalífið og ýmislegt fleira um lýðheilsu í dag. Andrés Þórarinn Eyjólfsson, kennari við skólann, fylgdi nemendunum.

29. nóvember 2022

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar komið inn í UMFÍ

„Ég fagna þessu skrefi og trúi því og treysti að samvinna muni aukast innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir Hrafnkell Marinósson, formaður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH), í kjölfar þeirra tímamóta sem urðu á fimmtudag í síðustu viku þegar stjórn UMFÍ samþykkti aðild ÍBH að UMFÍ.

28. nóvember 2022

Nemendur Borgarhólsskóla og Borgarholtsskóla verðlaunaðir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti á laugardag verðlaun í tilefni af Forvarnardeginum 2022. Afhendingin fór fram á Bessastöðum þar sem jólaundirbúningur var í fullum gangi. Verðlaunaleikur Forvarnardagsins fól í sér að nemendur gerðu kynningarefni í anda dagsins.