Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

30. júlí 2022

Forseti Íslands: Unglingalandsmótið sparar ríkinu stórfé í forvörnum

„Hreyfing og keppni eru gulls ígildi en öllu má ofgera. Það bætir ekki líkama og sál ef manni finnst stöðugt að maður sé ekki í nógu góðu formi, ekki nógu grannur, að maður fari ekki eins oft og öll hin í fjallgöngur og þríþrautir, sagði forseti Íslands við setningu Unglingalandsmóts UMFÍ.

30. júlí 2022

Ásmundur Einar: Fyllist bjartsýni á Unglingalandsmóti

„Ég fyllist bjartsýni á framtíðina þegar ég horfi á þennan fríða hóp keppenda,‟ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Hann flutti ávarp við setningu Unglingalandsmót UMFÍ ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Ásmundur tekur fullan þátt í mótinu um helgina.

30. júlí 2022

Jóhann Steinar: Íþróttir auka lífsgæði fólks

„Unglingalandsmótið er liður í því að beina kastljósinu að góðum og heilbrigðum lífsstíl. Það er mjög í anda þeirra skilaboða, sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur gefið,‟ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.

29. júlí 2022

Klukkan hvað er keppni í minni grein?

Vinna við að raða niður greinum og tímakvóta lauk seint í nótt og geta keppendur og mótsgestir nú séð hvar og hvenær keppni er í þeirra greinum. Hér er hægt að sjá allt um tímasetningar og staðsetningu leikja.

29. júlí 2022

Hreinn Óskarsson: Þátttakendur geta plantað á golfvellinum

Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina verður kolefnisjafnað. Gestum mótsins og þátttakendum verður boðið að koma á golfvellinum á Selfossi á milli klukkan 14:00 – 17:00 föstudaginn 29. júlí og gróðursett plönturnar.

29. júlí 2022

Setning Unglingalandsmóts UMFÍ í kvöld

Minnum á: Unglingalandsmót UMFÍ verður sett á Selfossvelli klukkan 20:00 í kvöld. Æskilegt er að allir þátttakendur mæti á mótssetninguna og gangi inn á mótssvæðið með öðrum þátttakendum. Forráðafólk, afar og ömmur og allir sem vilja eru velkomnir á mótssetninguna.

29. júlí 2022

Skemmtiskokk fyrir alla!

Það eru ekki aðeins þátttakendur á Unglingalandsmóti sem geta tekið þátt. Fölbreytt afþreying er í boði fyrir alla fjölskylduna. Einn valmöguleiki er skemmtiskokk í Hellisskógi klukkan 13:00.

28. júlí 2022

Strandblak, pílukast og kökuskreytingar vinsælastar á Unglingalandsmóti

„Strandblakið er löngu sprungið og yfir 200 þátttakendur í þessari grein. Þetta er meiri fjöldi en við áttum von á. En við erum samt að bæta við liðum því við viljum að allir geta verið með,“ segir Oddur Sigurðarson hjá League Manager. Opið er fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ til hádegis.

28. júlí 2022

Nóg að gera í upplýsingamiðstöð Unglingalandsmóts UMFÍ

Straumur fólks hefur legið í upplýsingamiðstöðina fyrir Unglingalandsmót UMFÍ í Fjölbrautaskóla Suðurlands í dag. Upplýsingamiðstöðin opnaði klukkan 15:00 og koma þangað þátttakendur mótsins ásamt fjölskyldum sínum til að ná í mótsgögn, aðgangskort að tjaldsvæði og ýmisleg fylgihluti.