Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

12. október 2021

Sköpum öflugri í­þrótta­héruð með sam­eigin­legt hlut­verk

Við verðum að ræða af alvöru hvert hlutverk og markmið íþróttahéraðanna skuli vera þannig að þau þjóni hlutverki sínu betur í samfélagi nútímans,“ skrifa þeir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, og Jóhann Steinar Ingimundarson varaformaður UMFÍ, í grein sem birtist eftir þá á visir.is í dag.

09. október 2021

Helga Guðrún, Engilbert og Valdimar sæmd heiðursmerki ÍSÍ

„Mér þykir afar vænt um þetta og er mjög þakklát. Þetta er viðurkenning fyrir störf okkar allra hjá UMFÍ,‟ segir Helga Guðrún Guðjónsdóttir, fyrrverandi formaður UMFÍ. Hún var á þingi ÍSÍ í dag sæmd Heiðurskrossi ÍSÍ. Engilbert Olgeirsson og Valdimar Leó Friðriksson voru heiðraðir á sama tíma.

08. október 2021

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs boðar til kynningafunda

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs mun kynna starfið á næstu dögum og verða kynningarfundir haldnir víðsvegar um landið á næstu vikum. Markmið með starfi samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er að slíkt starf fari fram í öruggu umhverfi.

06. október 2021

Forsetinn kynnti leik Forvarnardagsins

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti Laugalækjarskóla og Menntaskólann í Kópavogi í tilefni af Forvarnardeginum 2021 í dag. Þar ræddi hann við nemendur og kynnti fyrir þeim leik Forvarnardagsins.

05. október 2021

Framboðsfrestur rennur út á miðnætti

Frestur til að bjóða sig fram til setu í stjórn UMFÍ rennur út á miðnætti. Kosið verður um formann, setu í stjórn og varastjórn á 52. Sambandsþingi UMFÍ sem fram fer á Húsavík dagana 15. – 17. október næstkomandi. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, hefur gefið upp að hann ætli ekki að gefa kost á sér.

04. október 2021

UMFÍ í fyrsta sinn á þingi ÍBR

UMFÍ vinnur að stefnumótun fyrir ungmennafélagshreyfinguna. Í vinnunni felst að straumlínulaga frekar þá stefnu sem er til staðar og setja færri atriði á oddinn, að sögn Jóhanns Steinars Ingimundarsonar, varaformanns UMFÍ. Hann hélt ávarp á þingi ÍBR sem fram fór um helgina.

04. október 2021

Andleg líðan ungmenna í kastljósi Forvarnardagsins

„Orkudrykkir eru ekki leiðin til að komast í gegnum daginn, við verðum þvert á móti stefnulaus og orkulítil,‟ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ávarpi sínu á fjölmiðlafundi Forvarnardagsins 2021. Forvarnardagurinn fer fram í grunn- og framhaldsskólum landsins á miðvikudag.

28. september 2021

Jóhann Steinar sæmdur starfsmerki UMFÍ

Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, kom í óvænta heimsókn í vinnuna til Jóhanns Steinars Ingimundarsonar, varaformanns UMFÍ, á föstudag og sæmdi hann starfsmerki UMFÍ. Jóhann Steinar hefur frá unga aldri sinnt félagsstörfum fyrir Stjörnuna, verið formaður félagsins og verið í stjórn UMFÍ í fjögur ár.

23. september 2021

Ertu með góða verkefnahugmynd?

UMFÍ og ÍSÍ auglýsa eftir umsóknum frá íþróttahéruðum og íþrótta- og ungmennafélögum landsins til að standa fyrir verkefni sem hvetur börn og ungmenni af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra til þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi.