Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

20. ágúst 2021

Ómar Bragi er staðgengill framkvæmdastjóra

Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, er í stuttu leyfi. Ómar Bragi Stefánsson er staðgengill hennar á meðan því stendur. Ómar Bragi er jafnframt landsfulltrúi UMFÍ og framkvæmdastjóri móta UMFÍ.

16. ágúst 2021

Hagræðing úrslita er mesta ógnin

„Það er ekki spurning um hvort heldur frekar hvenær úrslitum verður hagrætt í íþróttaleikjum á Íslandi. Skipulögð glæpasamtök eru að færa sig yfir í íþróttirnar“ segir Pétur Hrafn Sigurðsson hjá Íslenskri getspá og Íslenskum getraunum.

13. ágúst 2021

Klappstýrur hvattar áfram

Hvatningarverðlaun UMSK voru veitt í fyrsta sinn í vor. Fyrsta liðið til að hljóta verðlaunin var hópur klappstýra frá Litháen. Ieave Prasciunaite, forsprakki hópsins, vonast til að fleiri klappstýrulið líti dagsins ljós enda sé þessi viðbót við körfubolta afar vinsæl um allan heim.

10. ágúst 2021

Komdu að vinna á Laugarvatni!

UMFÍ leitar að starfsfólki í 100% starf í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni. Um er að ræða starf frístundaleiðbeinanda og starfsmanns í eldhúsi og ræstingum.

10. ágúst 2021

Styrkir vegna náms í lýðháskóla

UMFÍ veitir ungu fólki sem hyggur á nám við lýðháskóla í Danmörku styrk fyrir námsárið 2021 – 2022.

04. ágúst 2021

Mikilvægt að börn og ungmenni haldi áfram í íþróttum

„Við getum ekki opnað fyrir allt og hagað okkur eins og áður. Á sama tíma verðum við að tryggja reglu í lífi barna og ungmenna,‟ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Hann fundaði í gær með ráðherranefnd um baráttuna við kórónuveirufaldurinn.

28. júlí 2021

Landsmóti UMFÍ 50+ frestað

Halda átti Landsmóti UMFÍ 50+ í Borgarnesi í lok ágúst. Í skugga mikilla smita og til að hefta útbreiðslu COVID-veirunnar í samfélaginu hefur verið ákveðið að fresta mótinu.

26. júlí 2021

Frestur til 5. ágúst að sækja um sem forstöðumaður Ungmennnabúða

Umsóknarfrestur um starf forstöðumanns Ungmennabúða UMFÍ hefur verið framlengdur fram yfir verslunarmannahelgina eða til 5. ágúst næstkomandi. UMFÍ leitar að drífandi leiðtoga og öflugum liðsmanni í starf forstöðumanns ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni.

24. júlí 2021

Ungmenni voru búin að leggja mikið í hönnun búninga

„Það var ekki mikil gleði á heimilinu með fréttirnar í gær. Það var mikil stemning fyrir Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi og margir búnir að græja búningana,‟ segir Hrönn Erlingsdóttir, móðir 15 ára tvíbura sem ætluðu að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ.