Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

11. júní 2021

Sjálfboðaliðar

Mikið er framundan hjá UMFÍ í sumar í samvinnu við sambandsaðila, aðildarfélög og marga fleiri. Þar á meðal eru Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina og Landsmót UMFÍ 50+ í Borgarnesi. Gríðarlegur fjöldi sjálfboðaliða kemur að viðburðunum.

07. júní 2021

Geir Kristinn endurkjörinn formaður ÍBA

„Við ákváðum að hafa þingið á ZOOM þótt ákall hafi verið um að hafa það ekki með þeim hætti. Við verðum með öflugra þing næst vor,“ segir Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA).

07. júní 2021

Vinir Eyfa og Möggu hefja söfnun fyrir fjölskylduna

Djúpur harmur er kveðinn að Patreksfirðingum, vinum og vandamönnum Sveins Eyjólfs Tryggvasonar sem lést af slysförum við Ósá síðasta sunnudag í maí. Missir eiginkonu hans, Margrétar Brynjólfsdóttur, og barna þeirra sjö er meiri en orð fá lýst. Margrét er formaður Hrafna-Flóka, sambandsaðila UMFÍ.

05. júní 2021

Víkingasveitinni veittar viðurkenningar í Hveragerði

Víkingasveitinni voru veittar viðurkenningar í Hveragerði í gær rétt áður en ræst var í 160 km hlaupi um Hengilinn. Víkingasveitin samanstendur af þátttakendum í öllum fjórum keppnum í Víkingamótaröðinni á síðasta ári. Auður Inga Þorsteinsdótir, framkvæmdastjóri UMFÍ, afhenti viðurkenningarna

04. júní 2021

Jóhanna formaður og starfsmerki á þingi USÚ

Jóhanna Íris Ingólfsdóttir var endurkjörin formaður Ungmennasambandsins Úlfljóts (USÚ) á ársþingi USÚ í vikunni. Þorbjörg Gunnarsdóttir, Bryndís Björk Hólmarsdóttir og Pálmi Guðmundsson voru á á þinginu sæmd starfsmerki UMFÍ. Til stóð að veita tvö starfsmerkjanna á þinginu í fyrra.

28. maí 2021

HSH tókst loksins að halda héraðsþing

Samþykkt var á héraðsþingi Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu (HSH) sem fram fór í gær að greiða út þrjár milljónir króna til aðildarfélaga. Hjörleifur K. Hjörleifsson segir gott að geta styrkt grasrótarstarfið með þessum hætti í stað þess að eiga uppsafnaða peninga á bók.

27. maí 2021

Marella endurkjörin formaður ÍA

Marella Steinsdóttir var endurkjörin formaður Íþróttabandalags Akraness (ÍA) í vikunni. Varaformaðurinn Hörður Helgason gaf ekki kost á sér áfram eftir vinnu um árabil fyrir ÍA. Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ÍA, segir þingið hafa gengið afar vel.

27. maí 2021

Ása endurkjörin formaður HSV

Ása Þorleifsdóttir var endurkjörin formaður Héraðssambands Vestfirðinga (HSV) á ársþingi sambandsins 19. maí síðastliðinn. Hún hefur gegnt embætti formann HSV síðastliðin þrjú ár. Tveir nýir komu inn í stjórn HSV. Sjálfboðaliðar HSV voru heiðraðir með gull- og silfurmerkjum.

19. maí 2021

UMFÍ heldur Unglingalandsmót á Selfossi um verslunarmannahelgina

„Það er komin mikil hreyfigleði í fólk á öllum aldri. Við hjá UMFÍ og Sunnlendingar erum á fullu að undirbúa Unglingalandsmót UMFÍ sem verður haldið á Selfossi um næstu verslunarmannahelgi,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ. Boðið verður upp á 24 greinar.