Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

30. apríl 2021

Fyrsta héraðsþing HSK með fjarfundarbúnaði

„Þetta var hefðbundið þing og vel sótt. En við lögðum áherslu á að minna á Unglingalandsmótið um verslunarmannahelgina,‟ segir Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK), um fyrsta héraðsþingið sem haldið var með fjarfundarbúnaði.

28. apríl 2021

Hægt að sækja um störf fyrir námsmenn í maí

Félagasamtök og íþróttafélög eru hvött til þess að sækja um störf fyrir námsmenn í sumar í nafni átaksverkefnis sem félags- og barnamálaráðherra hefur ýtt úr vör. Verkefninu er ætlað að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Hverjum námsmanni fylgir styrkur og fleira.

28. apríl 2021

Íris á Hólmavík: Frábært að ráða námsmenn í sumar

„Þetta úrræði er algjör snilld og mér finnst átakið alveg frábært. Ég setti mig strax í spor námsmanna sem vilja þjálfa hvar sem er á landinu og öðlast reynslu,“ segir Íris Björg Guðbjartsdóttir, formaður Ungmennafélagsins Geislans á Hólmavík. Hún segir íþróttafélög um allt land geta nýtt tækifærið.

26. apríl 2021

Íslensk getspá fagnar 35 ára afmæli

Engar breytingar voru gerðar á stjórn Íslenskrar getspár á aðalfundi fyrirtækisins í dag. Íslensk getspá var stofnað árið 1986 og fagnar því 35 ára afmæli á þessu ári. Tímamótunum verður fagnað síðar á árinu. Jóhann Steinar Ingimundarson, varaformaður UMFÍ, er fulltrúi UMFÍ í stjórn fyrirtækisins.

23. apríl 2021

Íslensk getspá greiðir 200 milljónir vegna góðrar afkomu

Sumarið byrjar afar vel. Góð afkoma Íslenskrar getspár skilar því að stjórn félagsins hefur ákveðið að greiða aukalega til eignaraðila sinna 200 milljónir króna. UMFÍ fær tæpar 27 milljónir króna sem fara beint út til íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar.

20. apríl 2021

Íþróttafélögin nýta sér starfskrafta í gegnum Hefjum störf

„Knattspyrnudeildin okkar hefur ráðið einn starfsmann og ég hef verið að mæla með því að við ráðum fleiri,‟ segir Hámundur Örn Helgason, nýráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélags Njarðvíkur (UMFN). Hefjum störf er átaksverkefni sem íþróttafélög geta nýtt sér fyrir einstök verkefni í vor og sumar.

17. apríl 2021

Benedikt tekur við sem nýr formaður UÍA

„Það er nauðsynlegt að endurnýja stjórnir félagasamtaka reglulega. nú fannst mér kominn tími á mig,‟ segir Gunnar Gunnarsson. Hann hætti í dag sem formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA). Við formannssætinu tók Benedikt Jónsson.

16. apríl 2021

Landsmót UMFÍ 50+ í Borgarnesi í lok ágúst

Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri verður haldið í Borgarnesi síðustu helgina í ágúst. Framkvæmdastjóri móta UMFÍ segir búist við að þá verði búið að bólusetja flesta landsmenn og vonar að hægt verði að halda stór mót í enda ágúst.

13. apríl 2021

Íþróttahreyfingin stuðli að auknum atvinnutækifærum

Stjórnvöld hafa gripið til umfangsmikilla aðgerða til að fjölga atvinnutækifærum atvinnuleitenda og námsmanna í sumar. Þetta er liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að stuðla að virkni og framtíðarsókn. Átaksverkefnin eru eins og klæðskerasniðin fyrir starfsemi meðal annars íþróttafélaga.