Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

06. desember 2024

Nemandi við Listaháskólann skreytir Allir með-vagninn

„Vagninn með þessari hönnun mun fara á fleygiferð um landið eftir áramót. Hann á eftir að gleðja börnin sem munu nota hjólastólana,“ segir Valdimar Gunnarsson, verkefnastjóri Allir með. 

05. desember 2024

Eva Rut: Gott að virkja styrkleika fólks

Eva Rut Vilhjálmsdóttir starfar í Íþróttamiðstöðinni í Garði ásamt því að þjálfa stúlkur í fótbolta. Helstu áhugamál Evu eru fótbolti, ferðalög og að verja tíma með fjölskyldu sinni. Hún hefur lengi verið öflugur sjálfboðaliði hjá Víði.

05. desember 2024

Renuka Chareyre: Bros smita út frá sér

Renuka Chareyre er virkur sjálfboðaliði í almenningsíþróttum á Suðurlandi. Renuka stundar hlaup af miklu kappi og lyftir ketilbjöllum hjá Kristófer Helgasyni á Selfossi í hverri viku.

05. desember 2024

Styrmir hjá Aftureldingu: Gott að gefa af sér

Styrmir Sæmundsson er formaður ungmennafélagsins Aftureldingar á Reykhólum. Styrmir er bóndi, tómstundaleiðbeinandi og varðstjóri í slökkviliði og margt fleira. Hér ræðir hann um sjálfboðaliðavinnuna.

05. desember 2024

Óskar í Fjallabyggð: Klapp á bakið gefur mikið

Óskar Þórðarson er kennari við Menntaskólann á Tröllaskaga (MTr) og formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF). Hans helstu áhugamál eru íþróttir og allt sem þeim fylgir.

05. desember 2024

Marion Worthman: Þátttaka foreldra er áskorun

Marion Worthmann er formaður Ungmennafélags Tálknafjarðar og hefur gegnt því frá árinu 2009. Hún er líka í stjórn Héraðssambands Hrafna-Flóka og verið formaður þar. Hér segir hún frá vinnu sinni sem sjálfboðaliði.

05. desember 2024

Katrín: Sjálfboðaliðum má ekki fækka

„Ég sé um allt samfélagsmiðlaefni deildarinnar, sýni frá leikjum, bý til leikskrár, kynni leikmenn og alls konar skemmtilegt,“ segir Katrín Birta Björgvinsdóttir, sjálfboðaliði hjá ungmennafélaginu Sindrar á Höfn í Hornafirði.

05. desember 2024

Marcel Knop: Alltaf opinn fyrir því að aðstoða

„Sjálfboðaliðar leggja oft hjarta sitt í starfið og ég veit að allir geta gert það, sérstaklega þegar maður tengist einhverju sem maður elskar,“ segir Marcel Knop, stuðningsfulltrúi í Grunnskóla Ísafjarðar. Hann gefur mikið af sér fyrir HSV. Til hamingju með Dag sjálfboðaliðans!

04. desember 2024

UMFÍ og ÍSÍ bjóða í kaffi á Degi sjálfboðaliðans

Í tilefni af Degi sjálfboðaliðans 5. desember bjóða UMFÍ og ÍSÍ fyrrverandi stjórnarfólki og sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar að koma í Íþróttamiðstöðina í Laugardal og halda upp á daginn. Öllum er boðið.